Í september síðastliðnum komu samstarfsaðilar í Evrópuverkefninu Stafræn samfélög saman á Höfn og áttu eina samstarfsfund verkefnisins sem haldinn var í persónu en vegna COVID-19 hafa aðrir fundir farið fram í fjarfundaformi.
Samstarfsaðilar Nýheima þekkingarseturs í verkefninu eru frá Þekkingarneti Þingeyinga, ITPIO í Búlgaríu, Intheciy í Hollandi, HEA í Svíþjóð og STP á Spáni. Nýheimar þekkingarsetur er umsóknaraðili verkefnisins sem hlaut styrk úr Erasmus+ sjóði Evrópusambandsins frá landsskifstofu Íslands, Rannís.
Á fundinum var farið yfir praktísk atriði varðandi frágang og miðlun verkefnisins en einnig var tækifærið notað til að sýna samstarfsaðilum frá þekkingarsamfélaginu í Nýheimum og helstu perlum Hornafjarðar.
Afurðir verkefnisins hafa verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins https://www.digital-communities.eu/