Nýheimar þekkingarsetur hlaut í fyrsta sinn haustið 2020 styrk frá Rannís fyrir Erasmus+ verkefni.

Setrið er því umsóknar- og ábyrgðaraðili verkefnisins en samstarfsaðilar eru sex talsins, frá fimm Evrópulöndum, þ.e. Búlgaríu, Hollandi, Svíþjóð, Spáni og Íslandi en þátttakendur frá Íslandi eru auk setursins og Þekkingarnet Þingeyinga.

Verkefnið heitir Digital skills and competences of local communities in rural areas sem á íslensku gæti útlagst sem Stafræn hæfni og færni samfélaga á landsbyggðinni en í daglegu tali gengur verkefnið undir heitinu Stafræn samfélög.

Verkefnið snýst um að þróa stafræna færni íbúa í sveitarfélögum á landsbyggðinni og í dreifbýli. Áhersla er lögð á eldri borgara í þessu samhengi ásamt sjálfboðaliðum, leiðbeinendum og umönnunaraðilum eldri borgara. Nú er búið að greina hvað þarf til þess að aldraðir einstaklingar geti nýtt mismunandi opinbera þjónustu á veraldarvefnum og lagað sig þannig betur að hinum stafræna heimi. Verið er að þróa kennsluefni sem mun aðstoða fólk í að nýta sér tæknina og efla sjálfstraust til notkunar internetsins. Aukin tæknikunnátta bætir tvímælalaust lífsgæði þar sem þjónusta er í síauknum mæli á vefnum. Afurðir verkefnisins verða gerðar aðgengilegar á öllum tungumálum samstarfsaðilanna og í framhaldinu kynntar fyrir umönnunaraðilum eldri borgara og þeim kennt að nýta efnið til að veita skjólstæðingum sínum kennslu, stuðning og hvata.

\"Stafræn

 

\"\"

\"\"