17. mars 2021

Við kynnum með stolti opinbera heimasíðu verkefnisins Stafræn samfélög,  www.digital-communities.eu/is.html

Verkefnið Stafræn samfélög heitir fullu nafni Stafræn hæfni og færni samfélaga á landsbyggðinni og er samstarfsverkefni fimm Evrópulanda. Verkefnið hófst í lok árs 2020 og mun standa yfir næstu 2 árin. Afurðir verkefnisins verða því tilbúnar í lok árs 2022. Enskt heiti verkefnisins er Digital skills and competences of local communities in rural areas.

Vefsíðan mun hýsa allar upplýsingar um verkefnið, framkvæmd, markmið og aðdraganda þess, ásamt upplýsingum um samstarfsaðila sem taka þátt í verkefninu. Stafræn samfélög verkefnið er styrkt af Erasmus+ samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Nýheimar Þekkingarsetur leiðir verkefnið en í því eru 6 samstarfsaðilar frá 5 Evrópulöndum. Ásamt Nýheimum Þekkingarsetri tekur Þekkingarnet Þingeyinga þátt í verkefninu hér á Íslandi en aðrir samstarfsaðilar koma frá Búlgaríu, Hollandi, Spáni og Svíþjóð.

Verkefnið miðar að því að sveitarfélög á landsbyggðinni fái tækifæri til að auka stafræna færni, prófa nýja tækni og byggja upp samfélag í kringum þessa þætti. Lögð er áhersla á samvinnu við íbúa á starfssvæðum okkar, ekki eingöngu þegar kemur að því að prufa afurðir verkefnisins heldur einnig á fyrstu stigum þess, það er að segja þegar að kemur að því að þróa þá þjónustu sem í boði verður. Sérstök áhersla verður lögð á að fá eldri íbúa samfélagins til samstarfs við verkefnið. Markmiðið er að auka við stafræna færni eldri íbúa, og þá sérstaklega færnina sem þarf til að tileinka sér opinbera þjónustu.

Verkefnastjóri Stafrænna samfélaga er Sandra Björg (sandra@nyheimar.is) og henni til aðstoðar er Sigríður Helga (sigga@nyheimar.is).

Endilega fylgist með okkur !

\"\"

\"\"\"\"