Nýheimar Þekkingarsetur tekur þátt í Erasmus verkefninu ,,Stafræn samfélög“ ásamt 5 samstarfsaðilum frá 4 Evrópulöndum.

Verkþætti tvö í verkefninu er að ljúka en þar bjó samstarfaðili okkar í Hollandi til 4 ,,vegvísa“ og 5 myndbönd fyrir hvert land,
sem leiðbeina eiga eldra fólki í gegnum þær heimasíður/opinbera þjónustu sem það taldi mikilvægt að kunna á samkvæmt
spurningalistum sem lagðir voru fyrir í febrúar/mars 2021.

Þegar myndböndin eru tilbúin til birtingar mun verkefnastjóri hjá Nýheimum Þekkingarsetri kalla saman þá einstaklinga,
sem tilbúnir voru að gegna stöðu leiðbeinenda fyrir eldri einstaklinga og fara yfir myndböndin, vegvísana og handbók, sem samstarfsaðilar bjuggu til í sameiningu, til að aðstoða leiðbeinendur við að kenna efnið. Með því heldur þriðji verkhluti í verkefninu Stafræn samfélög áfram, en áætlað er að verkefninu muni ljúka í október 2022.

\"\"

\"\"\"\"