Óskað er eftir öflugum aðila í starf verkefnastjóra hjá Nýheimum þekkingarsetri.
Starfið er fjölþætt og heyrir undir forstöðumann setursins.
Verkefnastjóri mun þó jafnframt sinna verkefnum fyrir Náttúrustofu Suðausturlands í tengslum við samstarfssamning stofnananna.
Helstu ábyrgðarsvið:
- Umsjón með stærri og smærri verkefnum
- Undirbúningur, skipulagning, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna í samræmi við stefnu setursins
- Verkefnavinna, þjónusta og samskipti við samstarfsaðila, samstarfsfólk og hagsmunaaðila.
- Hafa frumkvæði að þróun og mótun verkefna og rannsókna, svo sem leit að samstarfsaðilum, styrkjasókn og styrkumsóknagerð.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Leiðtogahæfileikar
- Gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku
Búseta í sveitarfélaginu Hornafirði er skilyrði fyrir ráðningu.
Upplýsingar um starfið veitir Hugrún Harpa Reynisdóttir, forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs, í síma: 470-8088/892-3757. Umsóknir skulu merktar „Nýheimar þekkingarsetur\” og berast á rafrænu formi á netfangið: hugrunharpa@nyheimar.is
Með umsókn skal fylgja kynnisbréf auk ferilskrár með yfirliti yfir námsferil og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar næstkomandi og gert ráð fyrir að umsækjandi geti hafið störf 1. mars eða eftir samkomulagi.
Öllum umsóknum verður svarað.