Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsóknastofnun sem heyrir undir háskólaráð. Rannsóknir eru meginverkefni stofnunarinnar og rannsóknasetra háskólans víðs vegar um landið. Viðfangsefnin eru fjölbreytt en á meðal þeirra eru náttúruvísindi, lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, þjóðfræði og fornleifafræði. Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. 

Stofnunin byggist á rannsóknasetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni sem eru faglega sjálfstæðar einingar.  Markmið stofnunarinnar er enn fremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Háskólasetrið á Höfn er eitt af 8 rannsóknarsetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Starfsemin er fjölbreytt og felst hvort tveggja í rannsóknum og skrifum fræðigreina, sem og fjölbreyttum samstarfsverkefnum á sviði náttúru- og umhverfisfræða, ferða- og menntamála og bókmennta. Samstarfsaðilar eru erlendir vísinda- og fræðimenn, sem og íslenskir. Á hverju ári tekur rannsóknarsetrið á móti nemendum og fræði- og vísindamönnum, innlendum sem erlendum, og heldur námskeið og vettvangsferðir fyrir þá. Þá stendur háskólasetrið fyrir ráðstefnuhaldi og málþingum.

470 8040
Nýheimar, Litlubrú 2
780 Höfn