Nýheimar þekkingarsetur óskar eftir að ráða námsmann til sumarstarfa hjá setrinu.
Um er að ræða þátttöku Nýheima í úrræðum ríkisstjórnarinnar til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.
Ráðningin er til tveggja mánaða milli 1. júní og 1. sept 2020 og þurfa námsmenn að vera 18 ára á árinu og skráðir í nám á vor- og haustönn 2020.
Námsmaðurinn má vera skráður í hvaða nám sem er.
Verkefni sumarsins verða valin með hæfni umsækjanda í huga en um er að ræða tilfallandi skrifstofustörf og vinnsla við heimasíðu setursins.
Námsmaður þarf að vera sjálfstæður í vinnu, hafa gott vald á tölvuvinnslu, vel ritandi á íslensku og búa yfir öguðum og vönduðum vinnubrögðum, kostur ef viðkomandi hefur reynslu af umsjón vefsíðu eða áhuga á wordpress.
Allir námsmenn, óháð námi, aldri og kyni eru hvattir til að sækja um.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi.
Allar frekari upplýsingar um starfið gefur Hugrún Harpa, forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs (hugrunharpa@nyheimar.is / 470-8088)
Umsóknafrestur er til 1. júní 2020 og skulu umsóknir, ásamt ferilskrá, berast til Hugrúnar Hörpu (hugrunharpa@nyheimar.is)