26. apríl 2021

Umbreyting í átt til sjálfbærni er alþjóðleg áskorun sem spannar allar víddir nútíma samfélags. Áskoranirnar eru fjölmargar og þeim þarf að mæta með heildstæðum og hnattrænum hætti en svo hægt sé að grípa til aðgerða er lykilatriði að auka skilning á viðfangsefninu. Menntun er því grundvöllur umbreytinga en með menntun getum við stuðlað að tilurð menningar sem styður við framþróun og sjálfbærni og leiðir af sér árangursríkar aðgerðir til umbreytinga. Þá er menntun öflugt tæki til að valdefla einstaklinga og hópa til að vinna að breytingum og efla sjálfbærni í daglegu lífi.

Verkefnið leggur áherslu á að skapa heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna vægi í nálgun og aðferðum í fræðslu fullorðinna. Þá er verkefninu og afurðum þess ætlað að auka hæfni kennara og leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu til þess að stuðla að heildrænum breytingum í átt til sjálfbærni, styðja við gildi, menningu og skapandi lausnir sem stuðla að sjálfbærni, umhverfi og samfélagi til hagsbóta.

Fyrsti verkþáttur hófst í nóvember 2020 og felur hann í sér gerð handbókar um sjálfbærni og heimsmarkmiðin þar sem teknar eru saman staðreyndir og upplýsingar til hagnýtingar fyrir kennara og leiðbeinendur. Handbókin verður þýdd á öll tungumál þátttökulandanna og gerð aðgengileg eins og annað efni verkefnisins á heimasíðu þess.

 

Fyrsta fréttabréf Sustainable verkefnisins er komið út. Hér má lesa um áherslur og markmið verkefnisins:

\"\"