Nú fyrir helgi tóku fulltrúar Nýheima þekkingarsetur þátt í þriðja, og síðasta, verkefnafundi Sustainable verkefnisins sem haldinn er í persónu, aðrir fundir hafa verið haldnir í fjarfundarformi. Sustainable verkefnið er búið að vera í gangi undanfarin tvö ár en umsóknaraðili verkefnisins er frá HEA í Svíþjóð en níu stofnanir víðsvegar í Evrópu taka þátt í verkefninu.

Lokafundurinn fór fram á starfssvæði HEA í Hälsingland í Svíþjóð en á fundinum var farið yfir praktísk atriði varðandi frágang og miðlun verkefnisins en allar afurðir verkefnisins hafa verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins Sustainable (sustainable-project.eu)