SUSTIAN IT : Fundur samstarfsaðila þann 8.júní 2020

Þann 8. júní síðastliðinn tóku Nýheimar Þekkingarsetur þátt í mánaðarlegum vef fundi SUSTAIN IT verkefnisins. Á fundinn mættu fulltrúar frá öllum samstarfsaðilum verkefnisins en þeir koma frá á löndunum Belgíu, Kýpur, Ítalía, Ísland, Írland og Spánn en  verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.

Líkt og heimurinn allur hefur SUSTAIN IT verkefnið þurft að breyta skipulagi sínu og áætlunum vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Fundir eru haldnir reglulega í gegnum forritið Zoom þar sem farið er yfir stöðu verkefnisins og áætlanir gerðar um framvinduna á þessum nýju og fordæmalausu tímum. Aðstæður eru mjög mismunandi í þátttökulöndunum og samráðið því einkar mikilvægt.

Á fundinum í byrjun júní ræddu fundarmeðlimir meðal annars um hvernig haga má lokaráðstefnum verkefnisins sem áttu að fara fram í hverju landi fyrir sig haustið 2020. Vegna aðstæðna í heiminum þarf að hugsa viðburðina upp á nýtt og reyna að finna rafrænar lausnir þannig að hægt sé að kynna afurðir verkefnisins með pompi og prakt þegar líða fer að lokum verkefnisins.

Nýheimar Þekkingarsetur tekur eins og áður hefur komið fram, virkan þátt í verkefninu sem snýst um að skapa markvissar aðferðir til þjálfunar starfsfólks og rekstraraðila í ferðaþjónustu þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Þjálfunin fer fram sem bein kennsla eða yfirfærsla á þekkingu, en einnig á starfrænu formi með þeim veflæga gangagrunni sem verkefnið skapar. Markhópurinn er núverandi og mögulegir aðilar í ferðaþjónustu, og er markmiðið að bæta samkeppnishæfni þeirra og þekkingu. Mikil áhersla verður lögð á smærri ferðaþjónustuaðila sem alla jafna sjá sér ekki fært að skrá sig í langtíma nám eða námskeið. Markmiðið er því að fræðslan verði aðgengileg og auðskilin, og nýtist vel einyrkjum og smærri ferðaþjónustuaðilum.

Nýheimar Þekkingarsetur sér um utanumhald á verkþætti 4 innan SUSTAIN IT verkefnisins en sá verkhluti snýst fyrst og fremst um mat á afurðum verkefnisins þar sem hver samstarfsaðili í verkefninu fær einstaklinga úr markhópi sínum til þess að skoða efnið og gefa sitt álit á því. Nýheimar Þekkingarsetur og Þekkingarnet Þingeyinga hafa nú þegar staðið fyrir tveimur rýnihóps fundum um SUSTAIN IT verkefnið sem haldnir voru í gegnum Zoom forritið í samstarfi við Kjartan Bollason lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum.

Nánari upplýsingar um SUSTAIN IT verkefnið má nálgast á vefsíðu verkefnisins  og á heimasíðu Nýheima Þekkingarseturs.

\"\"

\"\"