Þekkingarsetrið Nýheimar hefur hlotið þriggja milljóna króna styrk frá Byggðarannsóknarsjóði til að vinna verkefni sem kallast Lýðræðisvitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni. Verkefnið er afsprengi annars verkefnis sem þekkingarsetrið stendur að samvinnu við Íra, Sví og Rúmena, er styrkt af Evrópusambandinu og kallast Opposing Force eða Mótstöðuafl. Verkefnið felur í viðhorfskönnun meðal ungmena og valdeflingu fyrir ungt fólk í þeim tilgangi að efla lýðræðisvitund. Verkefni felur einnig í sér útgáfu skýrslu eða handbókar sem byggir á reynslu verkefnisins. Áætlað er að verkefni hefjist á haustmánuðum og ljúki í upphafi sumars 2016.