Síðustu vikuna hafa tveir starfsmenn setursins verið við vinnu á Spáni þar sem fram fór fundur í evrópska samstarfsverkefninu Þjóðsögur.
Fundurinn var haldin í Denia milli Alicante og Valencia hjá samstarfsaðila setursins Javier frá Tradigenia. Þetta var fyrsti fundur verkefnisins í raunheimum en verkefnið er til tveggja ára og hófst síðla árs 2020. Auk Íslands og Spánar eru samstarfsaðilar verkefnisins frá Svíþjóð, Hollandi og Búlgaríu.
Verkefninu Þjóðsögur miðar vel áfram og hafa tvær sögur verið valdar sem fulltrúar íslenskrar menningar inn í verkefnið en það eru sögurnar um Þrumuguðinn Þór og Sæmund fróða. Verða þessar sögur, ásamt öðrum evrópskum þjóðsögum, grunnur að þróun kennsluefnis fyrir 21.aldar hæfni og valdeflingu nemenda.
Kristín Vala er verkefnastjóri Þjóðsagnaverkefnisins fyrir hönd setursins.