Heiti verkefnisins er \”Legends: Intangible heritage and intergenerational learning for key competences training for adults from rural and isolated areas\”, eða Þjóðsögur.

Því meira sem nútíma samfélög og hagkerfi taka breytingum m.a. sökum alþjóðavæðingar og tækniframfara treysta þau sífellt meira á menntun og hæfni fólks. Lykilhæfniþættir fyrir persónulegan þroska, ráðningarhæfni og samfélagsþátttaka eru þema sem skipta sköpum innan evrópska menntunarsvæðisins.    

Verkefnið Þjóðsögur leitast við að þróa og innleiða aðferðarfræði til að efla lykilhæfni með því að skoða óáþreifanlegan menningararf – þjóðsögur og goðsagnir í Evrópu. Markhópurinn eru fullorðnir einstaklingar í dreifbýli sem búa við landfræðilegar, efnahagslegar og/eða menningarlegar hindrar til þess að stunda nám. Verkefnið býður upp á algjörlega nýstárlega aðferðafræði með því að tengja saman þjóðsögur og goðsagnir við lykilhæfni fullorðinna.  

Í dag hefur áhugi á goðsögnum og þjóðsögum verið sláandi um allan heim þökk sé áhrifum þeirra í samtímamenningu.  T.d. eru tilvísanir í norræna goðafræði algengar í vísindaskáldskap og fantasíu bókmenntum, hlutverkjaleikum og ekki hvað síst í Marvel heiminum og hinum japanska Manga heimi. Á síðlastliðnum 12 árum eða svo hafa vinsælu barna- og unglingabækur höfundanna Joanne Harris og Francesca Simon skrifað skáldsögur með þemum norrænna goðsagna. Eitt skýrasta dæmið sem skók allan heiminn er ískaldur heimur Game of Thrones handan múrsins, Hrafninum með þrjú augu, Hvítu uppvakningunum og frosnu risana.   

Verkefnið mun kanna evrópska menningaraarfleið svo sem goðsagnir og þjóðsögur og verður menningar- og atferlistengur boðskapur sagnanna nýttur við gerð námsefnis sem styður við eflingu á lykilhæfni. Verkefnastjórar munu hanna og prófa námsefni til að þróa lykilhæfni og síðast en ekki síst gefa út “Goðsögn nútímans” –  sem byggir á stafrænu og gagnvirku fræðsluefni sem byggir á spilunaraðferð og veitir efni og verkfæri til að efla lykilhæfni og lífsleikni, og styðja við stafræna og tæknifærni nemenda.   

Verkefnið er til tveggja ára  og er unnið með fjárstuðningi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gegnum Erasmus + áætlunina, Samstarfsverkefni KA2 í fullorðinsfræðslu. Verkefnið er unnið í samstarfi við samstarfsaðila 5 landa: Svíþjóð, Búlgaríu, Hollandi, Íslandi og Spáni.  

 

Verkefnastjóri Þjóðsagna hjá Nýheimum þekkingarsetri er Kristín Vala (kristinvala@nyheimar.is)

 

Fréttabréf 1

Fréttabréf 2

\"\"\"\"