Hinn árlegi umhverfisdagur Nýheima var í dag og eins og alltaf var mikið fjör. Í dásamlegu veðri tóku nemendur og starfsfólk til hendinni og hreinsuðu umhverfi hússins. Einnig var tækifærið nýtt til þess að sauma nokkra poka fyrir pokastöðina á Höfn. Í hádeginu var svo sameiginlegt grill með okkar góðu grönnum í Ráðhúsi Hornafjarðar.