Nýheimar þekkingarsetur bauð ungum Hornfirðingum á kvöldstund um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í vikunni.

Umræðuefni kvöldsins var kynning á Heimsmarkmiðunum, kennsluefni sem setrið hefur verið að þróa í Evrópusamstarfi undanfarin tvö ár og hvernig samfélagið okkar er, m.t.t. Heimsmarkmiðanna.

Unga fólkið okkar hefur sterkar skoðanir á málefninu og eru vel upplýst um jafnrétti, neyslu, náttúruvernd og hvernig gera má samfélagið okkar sjálfbærara.

Við þökkum þátttakendum kærlega fyrir komuna!

Liðin fóru í rökræður, með og á móti staðhæfingunni að Sveitarfélagið Hornafjörður sé fjölskylduvænt samfélag. Margir áhugaverðir punktar komu framm.
Æfing í jafnrétti kynjanna, hvað má og má ekki.
Hlustað var á ræðu Emmu Watson fyrir UNWoman um feminisma.