Þrjár vikur eru eftir af umsóknarfresti í haustúthlutun Uppbyggingasjóð Suðurlands 2023 og hafa þrír kynningarfundir verið skipulagðir í tilefni þess.

Fyrsti fundurinn verður á vefnum í hádeginu í dag, þriðjudaginn 12. september kl. 12:15 af starfmönnum SASS, hér er hlekkur á fundinn.

Kynningarfundur Uppbyggingarsjóðs Suðurlands | Facebook

Seinni tveir fundirnir verða í persónu, í næstu viku, með nýjum byggðaþróunarfulltrúum í Sveitarfélaginu Hornafirði, þeim Kristínu Völu og Hugrúnu Hörpu frá Nýheimum þekkingarsetri.

Að fundunum loknum munu byggðaþróunarfulltrúar vera til samtals og ráðgjafar fyrir mögulega umsækjendur um sjóðinn, umsóknir, verkefni eða annað sem brennur á fólki.

Boðið verður uppá léttar veitingar.

Hverjum öll til að koma og kynna sér sjóðinn en hann styrkir verkefni á sviði menningar og atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Meira um sjóðinn: https://www.sass.is/uppbyggingarsjodur/

Umsóknarfrestur er til kl.16 þriðjudaginn 3. október.