Á döfinni

October 2024
November 2024
No event found!
Load More

Date

05 - 07 Aug 2022
Expired!

Time

Allan daginn

Verslunarmannahelgin 2022

Verslunarmannahelgin er helgin á undan frídegi verslunarmanna sem árlega er haldið upp á fyrsta mánudag í ágústmánuði og er hann almennt talin með þegar rætt er um verslunarmannahelgina og hún því þriggja daga helgi.

Þótt frídagur verslunarmanna hafi í upphafi verið hugsaður sem frídagur ákveðinnar starfsstéttar, þá sökum þess hve þessi þriggja daga helgi varð vinsæl sem almenn ferðahelgi var frídagur verslunarmanna gerður að almennum lögbundnum frídegi als þorra fólks.

Helgin er ein mesta ferðahelgi ársins og haldnar hátíðir víða um landið. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er líklega þeirra þekktust og langlífust. Í upphafi voru þetta fyrst og fremst útihátíðir sem urðu mislanglífar og flestar þeirra voru haldnar úti í náttúrunni og urðu skjólsælustu skógar landsins oftast fyrir valinu. Lengi voru til dæmis haldnar útihátíðir í Vaglaskógi í Fnjóskadal en líklega var þeirra þekktust útihátíðin í Atlavík í Hallormsstaðarskógi við Lagarfljót.

Í seinni tíð hafa þessar hátíðir þróast meira í að vera bæjarhátíðir en eiginlegar útihátíðir og hafa nokkrar þeirra fest sig í sessi.