Vorpróf háskólanna í Nýheimum

Í dag hefst lokaprófatörn háskólanna hjá Nýheimum þekkingarsetri.

Frá því setrið hóf að þjónusta háskólanema haustið 2017 hefur fjöldi prófa á önn verið mjög breytilegur, frá engum (v/Covid) og hátt upp í 80.
Háskólarnir hafa brugðist við covid með mismunandi hætti en gera má ráð fyrir því að aukin áhersla sé nú á fjarnám, verkefnaskil og heimapróf.
Nú á þessari próftörn eru 22 lokapróf skráð í Nýheimum hjá ellefu nemendum.

Allir háskólanemar eru velkomnir til að nýta sér aðstöðu og prófaþjónustu Nýheima.
M
argir nemar stunda fjarnám frá Hornafirði alla önnina en einnig eru margir háskólanemar sem nýta sér prófþjónustu okkar til að komast fyrr heim í jóla- og sumarfrí.
Gjaldtaka fyrir hvert próf er 4000kr. og greiða nemendur að hámarki fyrir fjögur próf á önn.
Önnur þjónusta við háskólanema er gjaldfrjáls en umsjón með þjónustunni hefur Kristín Vala, verkefnastjóri setursins (kristinvala@nyheimar.is).