Háskólaprófin eru orðinn fastur liður af vorverkunum í Nýheimum. Í dag fóru starfsmenn og nemar í Nýheimum út og hreinsuðu lóð og nærumhverfi okkar en í gær hófst prófatíð háskólanna.

Í þessari hrinu er von á 42 háskólaprófi auk prófa í Hreindýraleiðsögn, sem haldið er fyrir Austurbrú sem sér um námið, og annarra símenntunarprófa.

Þessa önnina hafa 13 próf þegar verið haldin svo útlit er fyrir alls 62 próf á vorönn 2024 sem er svipaður fjöldi og síðustu annir.

Allir háskólanemar eru hvattir til að nýta sér lesaðstöðu og prófaþjónustu í Nýheimum, hvort sem þeir eru í stað- eða fjarnámi.

Lesbásar háskólanema á Austurgangi Nýheima – Mynd Þorsteinn Roy

Próftafla Nýheima: