Vorúthlutun úr Uppbyggingasjóði Suðurlands fór fram í vikunni. Mörg áhugaverð verkefni sóttu um styrk að þessu sinni og áttu Hornfirðingar 27 umsóknir af þeim 134 sem bárust í sjóðinn eða um 20%. Uppbyggingasjóður Suðurlands veitir verkefnastyrki í tveimur flokkun, atvinnuþrónar- og nýsköpunar og menningar. Nú bárust 45 umsóknir í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna, sjö þeirra frá Hornafirði, og 89 í flokki menningarverkefna og áttu Hornfirðingar þar 20 umsóknir.

Að þessu sinni voru 40,5 milljónum króna úthlutað á Suðurlandi öllu, 18,3 m.kr. til 16 verkefna í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar og 22,2m.kr. til 50 verkefna í flokki menningar. Samtals eru veittir styrkir til 66 verkefna. 14 Hornfirsk verkefni hlutu styrki í þessari úthlutun, 13 menningarverkefni og eitt í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunar. Samtals hlutu verkefnin fjórtán 6.850.000 krónur í styrk eða um 17% af úthlutuðu fjármagni.

Það er til marks um mikla grósku í Hornfirðingum sá fjöldi umsókna, og styrkja, sem berast á svæðið í þessari úthlutun, sem og fyrri úthlutunum. Menningarlíf stendur vel og 26% styrkja Uppbyggingasjóðs Suðurlands í menningarverkefni koma nú til Hornfirðinga. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar áttu Hornfirðingar 15% umsókna en einungis eitt af þeim sextán verkefnum sem hlutu styrk í flokkun er Hornfirskt og hlaut eina milljón króna í styrk.

Nýheimar þekkingarsetur sinnir ráðgjöf og handleiðslu um sjóðinn og eru allir velkomnir velkomnir á skrifstofur okkar í Nýheimum til að ræða möguleg tækifæri og umsóknir. Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 1. október næstkomandi en hér má nálgast úthlutunarreglur sjóðsins: Úthlutunarreglur og mat á umsóknum – SASS

Hér má lesa meira um öll þau fjölbreyttu verkefni sem hlutu styrk úr vorúthlutun Uppbyggingasjóðs Suðurlands 2024.