Hittu í mark! 

Opið er fyrir skráningu á valdeflandi námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára sem Nýheimar þekkingarsetur stendur fyrir. Á námskeiðinu, Hittu í mark!, verður meðal annars fjallað um markmiðasetningu, tengslamyndun, árangursrík samskipti og virka samfélagsþátttöku ungmenna.    Námskeiðið tengist þátttöku setursins í fjölþjóðlega samstarfsverkefninu KNOW HUBs. Efni námskeiðsins byggir á handbók verkefnisins sem inniheldur kennsluefni hannað af samstarfsaðilum verkefnisins sem starfa á sviði valdeflingar og fræðslu.  Í lok síðasta árs tóku ellefu ungmenni í Ungmennaráði Hornafjarðar og Nemendaráði FAS þátt í stuttu valdefnandi námskeiði setursins, Öflug ung […]