Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi

Fræðslunetið skipuleggur og býður upp á fjölbreytt nám og námskeið fyrir fullorðna á Suðurlandi. Boðið er upp á almenn námskeið og einingabært nám á framhaldsskólastigi. Einnig sér Fræðslunetið um símenntun fatlaðs fólks á svæðinu.

Skipulag námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir er eftir óskum þeirra en ávallt er í boði greining fræðsluþarfa og gerð fræðsluáætlana. Fræðslunetið býður upp á náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar að kostnaðarlausu.

Fræðslunetið á Höfn í Hornafirði er staðsett í í Nýheimum. Verkefnastjóri þar er Kristín Gestsdóttir og veitir hún góðfúslega allar upplýsingar í síma eða gegnum netfang.

Viðamiklar upplýsingar um námsframboð og þjónustu Fræðslunetsins má finna á www.fraedslunet.is
560 2040
Nýheimar Litlabrú 2
780 Höfn