Æfingabúðir í borðtennis fyrir fatlaða

Date

12 Jul 2025
Expired!

Time

13:00 - 14:30

Location

Hrollaugsstaðir
Suðursveit

Á döfinni

June 2029
No event found!

Ungmennafélagið Vísir kynnir með stolti að haldnar verða æfingabúðir í borðtennis fyrir fatlaða einstaklinga á öllum aldri í Sveitarfélaginu Hornafirði dagana 11.-12. júlí í Hrollaugsstöðum! Öll eru velkomin hvort sem þau hafa spilað borðtennis áður eða ekki! Þetta snýst um að hafa gaman og læra!

🏓 Viðburðurinn er í samstarfi við “Allir með” verkefnið (https://www.umfi.is/verkefni/allir-med/) og Hákon Atla Bjarkason sem við fáum til okkar en Hákon er einn besti borðtennisþjálfara landsins og margfaldan Íslandsmeistara í borðtennis fatlaðra!
🏓 Haldnar verða aukaæfingar fyrir æfingabúðirnar dagana 1. og 6. júlí kl 13:00 – 14:30 fyrir þátttakendur þar sem hægt verður að æfa sig eða rifja upp gamla takta áður en Hákon mætir til okkar, foreldrum er velkomið að taka þátt, það verður nóg af borðtennisborðum fyrir alla (5 borð)!
🏓 Skráning fer fram með því að senda skilaboð á Ungmennafélagið Vísi á facebook eða beint á Bjarna Malmquist formann félagsins, ekkert skráningargjald!
Endilega hjálpið okkur að láta orðið berast!! 🤩

Ath! nákvæm tímasetning 11. og 12 júlí kemur inn fljótlega!