\"\"

Sigríður Helga Axelsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa hjá Nýheimum Þekkingarsetri í fjölþjóðleg verkefni setursins.

Sigríður útskrifaðist sem atvinnuflugmaður frá Naples air center í Flórída árið 2008 og með B.s í Hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2018.

Sigríður starfaði áður á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.

Sigríður Helga ólst upp á Hornafirði en flutti í burtu 16 ára til náms. Hún er nú komin aftur heim ásamt manni og tveimur börnum.

Við bjóðum Siggu velkomna til starfa.