Samband sunnlenskra sveitafélaga (SASS)
SASS eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Megin starfsemin felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélögin 15 sem eru aðilar að samtökunum. SASS veitir ýmsa aðra þjónustu sem tengist flest samningum og framlögum frá hinu opinbera og sveitarfélögunum á Suðurlandi.
Ráðgjöf SASS hefur gert samstarfssamning við stofnanir vítt og breitt um Suðurland og samanstendur ráðgjafateymi SASS af fjölbreyttri þekkingu. Íbúum á Suðurlandi, fyrirtækjum og stofnunum býðst ráðgjöfin gjaldfrjáls upp að ákveðnu marki. Áhugasömum er bent á að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS í Nýheimum sem getur bæði veitt ráðgjöf og/eða tengt viðkomandi við aðra ráðgjafa úr ráðgjafahópnum.
Styrkir Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem rekinn er af SASS. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Þeir sem vilja sækja um styrk í sjóðinn er bent á að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS í Nýheimum eða beint í gegnum heimasíðu SASS. Ráðgjafar á vegum SASS geta einnig veitt aðstoð við gerð umsókna í aðra sjóði.
Sóknaráætlun Suðurlands er svæðabundin byggðaáætlun fyrir Suðurland. Verkefnið snýr að greiningum, stefnumörkun og áætlanagerð á þeim málefnasviðum sem áætlunin nær til. Unnið er að ýmsum verkefnum á vegum sóknaráætlunar sem ætlað er að uppfylla stefnumörkun landshlutans. Allir geta kynnt sér stefnumörkun sóknaráætlunar og sent inn tillögur að áhersluverkefnum.
Starfsmemm Nýheima þekkingarseturs veitir ráðgjöf og þjónustu fyrir hönd SASS í Hornafirði.