Vöruhúsið
Vöruhúsið er list- og verkgreinahús þar sem einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt aðstöðu, sótt þekkingu og treyst tengslanet sitt á sviði sköpunar.
Grunnskóli Hornafjarðar og Framhaldsskóli Austur- Skaftafellsýslu bjóða upp á formlegt nám í smíði, textíl, myndmennt, ljósmyndun og fatahönnun (fatasaum), málmsmíði. Áhersla er lögð á að einstaklingar geti stundað óformlegt nám í gegnum námskeið eða annað sjálfsnám.
Markmið verkefnisins er að sameina einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem tengjast list- og verkgreinum með því að efla þá starfsemi og menntun sem boðið er upp á í Vöruhúsinu. Í Vöruhúsinu er Fab Lab, sem er tækni- og nýsköpunarsmiðja. Í Fab Lab smiðjunni er boðið upp á formlegt nám í stafrænni framleiðslutækni í gegnum Fab Academy og einnig fjölmörg námskeið sem tengjast tölvu- og framleiðslutækni. Félagsmiðstöðin Þrykkjan hefur aðstöðu í kjallara Vöruhúss. Uppbygging stendur yfir í rými félagsmiðstöðvarinnar en áætlað er að ljúka þeirri framkvæmd í nóvember 2017. Fyrir utan kennara í grunnskólanum, framhaldsskólanum og starfsmenn félagsmiðstöðvar þá er einn starfsmaður starfandi í Vöruhúsinu.