Menning





Menningarstoð Nýheima þekkingarseturs
Nýheimar þekkingarsetur vinnur í þágu samfélags- og byggðaþróunar á Suðausturlandi og hefur að markmiði að efla menningarstarf á svæðinu. Lögð er áhersla á að Nýheimar séu vettvangur samfélagsins til samskipta og samveru þar sem félagsleg virkni íbúa, valdefling samfélagsins og fræðsla eru í brennidepli. Setrið leitast við að styðja við framkvæmd menningarviðburða í samstarfi við stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.
Nýheimar þekkingarsetur hefur að markmiði að stuðla að auknum rannsóknum og miðlun upplýsinga á menningararfi svæðisins. Áhersla er lögð á þróun verkefna sem byggja á samþættingu menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna. Verkefnastjórar þekkingarsetursins sinna einnig ráðgjafaþjónustu á sviði menningarmála.
Nýheimar þekkingarsetur hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum á borð við starfastefnumót, Frístund – dag sjálfboðaliða og félagasamtaka á Hornafirði, margvísleg námskeið, kynningar- og fræðsluviðburði. Setrið leggur áherslu á stuðning við fjölbreytt menningarstarf og miðlun upplýsinga um viðburði sem haldnir eru í Nýheimum.

Menningarstofnanir Nýheima
Stofnanir innan Nýheima hafa með margvíslegum hætti auðgað menningu svæðisins með verkefnum sínum. Hafa þær staðið fyrir menningarviðburðum, sinnt rannsóknum og miðlun á menningararfi svæðisins ásamt því að vinna að menningartengdum verkefnum á svæðinu.
Menningarmiðstöð Hornafjarðar skiptist í sex safneiningar ásamt rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar. Safneiningarnar eru byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka- og héraðsskjalasafn.
Eitt helsta markmið Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði er að efla menningu og samfélag á landsbyggðinni. Meðal verkefna setursins eru rannsóknir og miðlun á sviði bókmennta og lista.

Styrkir og ráðgjöf vegna menningarverkefna
Verkefnastjórar Nýheima þekkingarseturs hafa, á grundvelli samstarfssamning setursins við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, sinnt þjónustu og ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja. Sú ráðgjöf er meðal annars á sviði menningarmála og veita ráðgjafar Nýheima aðstoð og ráðgjöf vegna styrkumsókna fyrir menningarverkefni til Uppbyggingarsjóðs Suðurlands.

Menning í Nýheimum
Á hverju ári eru fjölmargir menningarviðburðir haldnir í Nýheimum, ýmist á vegum stofnana í húsinu eða ótengdra aðila sem leigja aðstöðu hússins fyrir viðburði. Hægt er að fá húsnæðið leigt til viðburðahalds, sjá frekari upplýsingar hér: www.nyheimar.is/bokun-rymi