Evrópska samstarfsverkefnið SPECIAL snýr að því að nýta mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfi, styrkja starfsferil og styrkja sjálfstraust NEETs (ungt fólk sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun).

Við framkvæmd SPECIAL kortlögðu samstarfsaðilar þær þarfir og áskoranir sem koma í veg fyrir að NEET (ungt fólk án atvinnu og menntunar) geti sigrast á einangrun/jaðarsetningu í heimi menntunar og/eða vinnumarkaðar. Um fjölþjóðlegt samstarf er að ræða og eru þátttökulöndin Ísland, Spánn, Ítalía, Rúmenía og Svíþjóð en einnig var lögð fram almenn kortlagning um meðaltal í Evrópu allri. 

Svo virðist sem helstu áskoranir ungs fólks snúi að atvinnutækifærum og áreiðanlegum störfum á vinnumarkaði til lengri tíma. Þessi þróun er enn áþreifanlegri innan dreifbýlis, afskekktra og einangraðra svæða, þar sem skortur er á þeim tækifærum sem þéttbýlisstaðir og miðstýrð svæði geta boðið.

Samstarfsaðilarnir vinna nú að því að því að þróa þjálfunarnámskrá sem byggir á greiningu þeirra á færnibili NEETs. Námsefni og önnur gögn verða í samræmi við þjálfunarsvið og tengd undirhæfni tveggja evrópskra hæfniramma; EntreComp sem snýr að frumkvöðlafærni og LifeComp sem snýr að persónulegri og félagslegri færni.

Miðað við okkar greiningu virðast nokkur áhugasvið samræmast færnibilinu sem um ræðir:

Tækifæri til að koma auga áÞekkja og grípa tækifæri til að skapa verðmæti með því að kanna félagslegt, menningarlegt og efnahagslegt landslag Greina þarfir og áskoranir sem þarf að mætaKoma á nýjum tengingum og koma saman dreifðum þáttum til að skapa tækifæri og þannig verðmæti
Mat á hugmyndÞekkja hvaða gildi eru í félagslegu, menningarlegu og efnahagslegu tillitiGreina möguleikana sem hugmynd hefur til að skapa verðmæti og finna viðeigandi leiðir til að nýta sem best
Sjálfsvitund og sjálfstraustGreina þarfir, vonir og óskir til skamms, meðallangs og langs tímaÞekkja og meta styrkleika og veikleika þína og hópsins þínsTrú á eigin getu til að hafa áhrif á atburðarásina, þrátt fyrir óvissu, áföll og tímabundin mistök
Hvatning og þrautseigjaAð vera staðfastur í breyta hugmyndum í framkvæmd og ná árangriÞolinmæði og staðfesta í að reyna að ná langtímamarkmiðum, einstaklingar eða hóparVera þrautseig undir álagi, mótlæti og mistök
Að taka frumkvæðiSetja af stað ferli sem skapa verðmætiTaka áskorunumStarfa og vinna sjálfstætt að því að ná markmiðum, halda sig við fyrirætlanir og framkvæma fyrirhuguð verkefni
Áætlanagerð og stjórnunSetja sér  langtíma-, meðal- og skammtímamarkmiðSkilgreina forgangsröðun og aðgerðaáætlanirLaga sig að ófyrirséðum breytingum
Vinna með öðrumVinna saman og vinna með öðrum að því að þróa hugmyndir og koma þeim í verkMynda tengslanetLeysa flækjur og horfast í augu við samkeppni á jákvæðan hátt þegar þörf krefur
Að læra með reynslu Nota frumkvæði til verðmætasköpunar sem námstækifæriLæra með öðrum, þar á meðal jafnöldrum og leiðbeinendumVelta fyrir sér og að læra af bæði árangri og mistökum (þínum eigin og annarra)

Efnið verður aðgengilegt á vefsíðu verkefnisins: https://projectspecial.eu/