Ársfundur Samtaka þekkingarsetra á Húsavík

Dagana 27. og 28. ágúst sl. voru haldnir vinnufundir ásamt ársfundi Samtaka Þekkingarstra á Stéttinni á Húsavík og sóttu starfsmenn setursins fundinn. Í samtökunum eru auk Nýheima þekkingarseturs, Háskólafélag Suðurlands, Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Textílmiðstöð Íslands, Þekkingarsetur Suðurnesja, Austurbrú og Þekkingarnet Þingeyinga.

Starfsmenn Þekkingarnets Þingeyinga tóku vel á móti hópnum sem samanstóð af forstöðumönnum og starfsmönnum þekkingarsetra víðs vegar af landinu. Fyrri daginn fengu gestir kynningu á starfsemi gestgjafanna á Húsavík auk þess sem haldnir voru vinnufundir þar sem sameiginleg viðfangsefni setranna voru til umfjöllunar.

Seinni daginn var aðalfundur samtakanna haldinn.  Dagskrá fundarins var hefðbundin þar sem farið yfir starf síðasta árs og helstu verkum gerð skil. Kosið var í stjórn en samkvæmt samþykktum eru stjórnarskipti á ársfresti. Nýir fulltrúar í stjórn eru þær Hugrún Harpa Reynisdóttir frá Nýheimum Þekkingarsetri, Hanna María Kristjánsdóttir frá Þekkingarsetri Suðurnesja og Elsa Arnardóttir frá Textílmiðstöð Íslands sem tók jafnframt að sér stjórnarformennsku.

Móttökurnar voru einstaklega góðar og var gaman að hitta alla og efla tengslin. Þökkum við samstarfsfólki okkar hjá setrunum fyrir ánægjulega samveru á Húsavík.