Bókun á rými

Leigurými 

Í Nýheimum er að finna glæsilega aðstöðu fyrir fjölbreytta fundi, fyrirlestra, ráðstefnur og viðburði. Þar er hægt að leigja fyrirlestrasalinn, Nýtorg og kennslustofur framhaldsskólans til að halda viðburði við hæfi. Einnig er hægt að leigja veitingasölurými á Nýtorgi fyrir hvers konar veislur og móttökur. Allar aðstöður eru vel búnar skjávarpa. 

Framhaldsskólinn stendur að baki leigumálunum og skrifstofa skólans sér um bókanir. Til að tryggja þér rými, hafðu samband við skrifstofu skólans í síma 470-8070 eða sendu tölvupóst á fas@fas.is. Greiðsla fer fram samkvæmt gjaldskrá sem má finna á heimasíðu skólans, www.fas.is. Ef viðburðurinn er utan hefðbundins vinnutíma þarf einnig að bóka húsvörð.

Á neðri hæð hússins er fundarherbergi á Vesturgangi til afnota. Til að bóka það rými, hafðu samband við Hugrúnu Hörpu á hugrunharpa@nyheimar.is.

Fjarfundastofa á Austurgangi er tilvalin fyrir stafræna fundi. Til að bóka hana fylltu út formið fyrir neðan. 

January 2025
February 2025
June 2029
No event found!