20% styrkumsókna í Uppbyggingasjóð Suðurlands frá Hornafirði

Liðin vika við viðburðarík í Nýheimum þekkingarsetri. Fjölmargir lögðu leið sína á skrifstofur Nýheima til að fá ráðgjöf varðandi umsóknarskrif í Uppbyggingasjóð Suðurlands en umsóknarfrestur í sjóðinn var þriðjudaginn 5. mars síðastliðin kl.16:00. Uppbyggingasjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem rekinn er af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Veittir eru styrkir á sviði atvinnu og nýsköpunar og menningar […]

Ungt fólk og efling byggðar

Nýtt samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar Ungt fólk og byggðafesta er sameiginlegt viðfangsefni landsbyggðarsamfélaga. Þekkingarsetrið hefur nú um nokkurra ára skeið beint sjónum sínum að málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu og unnið að valdeflingu ungmenna með fjölbreyttum hætti. Í gegnum ólík verkefni setursins hefur áherslan á ungt fólk fengið að njóta sín og starfsfólk […]

Uppbyggingarsjóður Suðurlands – opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi […]

Nýsköpunarnet Hornafjarðar býður í einyrkja- og frumkvöðlakaffi

Nýsköpunarnet Hornafjarðar er samstarfshópur stofnana sem vinna að málefnum nýsköpunar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Nýheimar þekkingarsetur leiðir vinnu hópsins en auk setursins eru Vöruhúsið Fab Lab, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Sveitarfélagsins og Háskólafélag Suðurlands þátttakendur í samstarfinu. Tilgangur hópsins er að auka samstarf stofnana og skapa öflugt nýsköpunarumhverfi heima í héraði þar sem stutt er við einstaklinga […]

Fjölmenning á Suðurlandi

Í liðinni viku sóttu starfsmenn setursins, ásamt bæjarstjóra og fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins, áhugaverða vinnustofu í Vík í Mýrdal en efni hennar var fjölmenning, inngilding og byggðaþróun. Fjölmenning er sennilega hvergi á landinu eins áþreifanleg og í Vík en í Sveitarfélaginu Hornafirði eru nú yfir 30% íbúa erlendir ríkisborgarar. Meðfylgjandi er frétt samstarfsaðila okkar í Kötlusetri um […]

Grein um verkefni Nýheima í sérhefti um byggðarannsóknir

Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi er heiti greinar sem birtist í sérhefti Íslenska þjóðfélagsins um byggðarannsóknir (2023, Bnd. 14, nr. 2) sem gefið var út, í lok árs 2023, af Félagsfræðingafélagi Íslands. Greinin byggir á niðurstöðum rannsóknar samnefnds verkefnis sem Nýheimar þekkingarsetur vann að árið 2021 í samstarfi við Önnu Guðrúnu Edvardsdóttur og […]

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun ungmenna í 5.-10.bekk

Upptakturinn slær taktinn á ný!Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn eigin tónsmíð og móta hana svo úr verði fullskapað tónverk sem flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk. Tónleikar Upptaktsins fara fram á opnunardegi Barnamenningarhátíðar í Hörpu 24. apríl 2024. Upptakturinn er árviss […]

Íbúakönnun landshlutanna

Vissir þú að Byggðastofnun, landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélög hafa staðið sameiginlega að íbúakönnun landshlutanna á þriggja ára fresti síðustu 20 árin til þess að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu, í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði hérlendis? Íbúakönnunnin er opin öllum íbúum Íslands sem náð hafa 18 ára aldri en hún er […]

Háskólanemar á Höfn

Fjölmargir einstaklingar leggja nú stund á háskólanám í fjarnámi frá heimilum sínum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Mikið líf hefur verið á lesbásum háskólanema í Nýheimum í vetur og voru 60 háskólapróf haldin hjá setrinu á önninni, fimm miðannapróf og 55 lokapróf nú í enda árs. Að auki hafði setrið umsjón með 11 prófum á sviði símenntunar. […]

Tengsl efld við norðurlönd

Í liðnum mánuði sótti Kristín Vala, verkefnastjóri setursins, tenglsaráðstefnu í Drammen, Noregi í boði Rannís. Ráðstefnan var á vegum Erasmus+ og haldið af landsskrifstofu Erasmus í Noregi, systurstofnun Rannís. Yfirskrift ráðstefnunnar var “Collaborating for Success: Exploring Opportunities and Partnerships in a Nordic context” og markmið hennar þríþætt: Efni ráðstefnunnar var að efla tengsl norðurlandanna og […]