Vorprófin að hefjast í Nýheimum

Vorprófin að hefjast í Nýheimum Það styttist í að vorprófin hefjist í Nýheimum þekkingarsetri og mun þau standa yfir í um þrjár vikur. Í ár eru skráð 49 próf, nemendurnir koma flestir frá Háskólanum á Akureyri, en einnig frá Háskóla Íslands. Allir háskólanemar eru velkomnir til að nýta sér aðstöðu og prófaþjónustu Nýheima, sem er […]
12. ársfundur Nýheima þekkingarseturs

12. ársfundur Nýheima þekkingarseturs 12. ársfundur Nýheima þekkingarseturs var haldinn í Nýheimum síðastliðinn miðvikudag, 9. apríl. Dr. Lilja Jóhannesdóttir, formaður stjórnar setursins, var fundarstjóri og flutti hún jafnframt skýrslu stjórnar. Hugrún Harpa, forstöðumaður setursins, sagði frá starfsemi setursins á árinu, helstu verkefnum auk þess sem hún kynnti ársreikning 2024. Verkefnastjóri setursins, Eyrún Fríða, flutti erindi […]
17 styrkir til Hornfirðinga

17 styrkir til Hornfirðinga Vorúthlutun úr Uppbyggingasjóði Suðurlands var í vikunni, eða 8. apríl. Mörg áhugaverð verkefni sóttu um styrki að þessu sinni og áttu Hornfirðingar 28 umsóknir af þeim 122 sem bárust í sjóðinn eða um 23%. Uppbyggingasjóður Suðurlands veitir verkefnastyrki í tveimur flokkum, atvinnuþróun- og nýsköpun og menningu. Í heildina bárust 31 umsókn […]
Ársfundur – allir velkomnir!

Ársfundur – allir velkomnir! Ársfundur Nýheima þekkingarseturs verður haldinn í Nýheimum miðvikudaginn 9. apríl kl. 14:00. Dagskrá: Venjubundin ársfundarstörf. Eyrún Fríða Árnadóttir verkefnastjóri Nýheima þekkingarseturs kynnir verkefnið HeimaHöfn. Allir velkomnir og hvattir til að mæta. Stjórn Nýheima þekkingarseturs
Kynningarfundur fyrir atvinnulífið

Kynningarfundur fyrir atvinnulífið Miðvikudaginn 26. mars hélt Nýheimar þekkingarsetur kynningu fyrir atvinnulífið í Sveitarfélaginu Hornafirði, í fundarsal Nýheima. Fundurinn var haldinn til þess að gera fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri kleift að kynna sér þá starfsemi sem Nýheimar þekkingarsetur býður upp á og þá þjónustu sem atvinnulífið getur sótt sér að kostnaðarlausu til setursins. Þeir […]
Vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem rekinn er af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Sjóðurinn styrkir sunnlensk verkefni á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar og fer úthlutun fram ár hvert að vori og hausti. Umsóknarfrestur í sjóðinn rann út þann 4. mars síðastliðinn fyrir vorúthlutunina. Hugrún Harpa er byggðaþróunarfulltrúi SASS í Sveitarfélaginu Hornafirði, en […]
HeimaHöfn kynnir fjölbreytt tækifæri í ferðaþjónstu

HeimaHöfn kynnir fjölbreytt tækifæri í ferðaþjónstu Þann 20. febrúar síðastliðinn komu saman nemendur FAS til að heyra frá þeim tækifærum sem geta falist í ferðaþjónustu á svæðinu. Viðburðurinn var hluti af verkefninu HeimaHöfn þar sem unnið er að því að efla þekkingu ungmenna á samfélaginu sínu, opna augu þeirra gagnvart tækifærum á svæðinu og hvetja […]
Tveir verkefnastjórar taka til starfa

Tveir verkefnastjórar taka til starfa! Eva Bjarnadóttir og Eyrún Fríða Árnadóttir hafa verið ráðnar til starfa sem verkefnastjórar hjá Nýheimum þekkingarsetri. Eyrún er með BA próf í Uppeldis- og menntunarfræði og MA próf í kynjafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við kennslu við Grunnskóla Hornafjarðar og situr í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þá hefur hún […]
Nýheimadagurinn

Nýheimadagurinn Þann 30. janúar var Nýheimadagur haldinn þar sem stofnanir í Nýheimum komu saman til að kynna starfsemi sína. Tilgangur viðburðarins var að veita innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem unnið er að hjá stofnunum í húsinu og skapa vettvang fyrir samtal og tengslamyndun. Átta stofnanir tóku þátt og kynntu starfsemi sína og verkefni. Kynningarnar […]
Heimsókn í Skinney-Þinganes: HeimaHöfn opnar augu nemenda fyrir tækifærum

Heimsókn í Skinney-Þinganes: HeimaHöfn opnar augu nemenda fyrir tækifærum Það var sannarlega líf og fjör þegar nemendur FAS heimsóttu Skinney-Þinganes, stærsta fyrirtæki Hornafjarðar. Heimsóknin var liður í verkefninu HeimaHöfn. HeimaHöfn er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem miðar að því að kynna ungu fólki fjölbreytt tækifæri í heimabyggð. Skinney-Þinganes, með um 350 starfsmenn og […]