Uppbyggingarsjóður Suðurlands – opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi […]

Nýsköpunarnet Hornafjarðar býður í einyrkja- og frumkvöðlakaffi

Nýsköpunarnet Hornafjarðar er samstarfshópur stofnana sem vinna að málefnum nýsköpunar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Nýheimar þekkingarsetur leiðir vinnu hópsins en auk setursins eru Vöruhúsið Fab Lab, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Sveitarfélagsins og Háskólafélag Suðurlands þátttakendur í samstarfinu. Tilgangur hópsins er að auka samstarf stofnana og skapa öflugt nýsköpunarumhverfi heima í héraði þar sem stutt er við einstaklinga […]

Fjölmenning á Suðurlandi

Í liðinni viku sóttu starfsmenn setursins, ásamt bæjarstjóra og fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins, áhugaverða vinnustofu í Vík í Mýrdal en efni hennar var fjölmenning, inngilding og byggðaþróun. Fjölmenning er sennilega hvergi á landinu eins áþreifanleg og í Vík en í Sveitarfélaginu Hornafirði eru nú yfir 30% íbúa erlendir ríkisborgarar. Meðfylgjandi er frétt samstarfsaðila okkar í Kötlusetri um […]

Grein um verkefni Nýheima í sérhefti um byggðarannsóknir

Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi er heiti greinar sem birtist í sérhefti Íslenska þjóðfélagsins um byggðarannsóknir (2023, Bnd. 14, nr. 2) sem gefið var út, í lok árs 2023, af Félagsfræðingafélagi Íslands. Greinin byggir á niðurstöðum rannsóknar samnefnds verkefnis sem Nýheimar þekkingarsetur vann að árið 2021 í samstarfi við Önnu Guðrúnu Edvardsdóttur og […]

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun ungmenna í 5.-10.bekk

Upptakturinn slær taktinn á ný!Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn eigin tónsmíð og móta hana svo úr verði fullskapað tónverk sem flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk. Tónleikar Upptaktsins fara fram á opnunardegi Barnamenningarhátíðar í Hörpu 24. apríl 2024. Upptakturinn er árviss […]

Íbúakönnun landshlutanna

Vissir þú að Byggðastofnun, landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélög hafa staðið sameiginlega að íbúakönnun landshlutanna á þriggja ára fresti síðustu 20 árin til þess að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu, í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði hérlendis? Íbúakönnunnin er opin öllum íbúum Íslands sem náð hafa 18 ára aldri en hún er […]

Háskólanemar á Höfn

Fjölmargir einstaklingar leggja nú stund á háskólanám í fjarnámi frá heimilum sínum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Mikið líf hefur verið á lesbásum háskólanema í Nýheimum í vetur og voru 60 háskólapróf haldin hjá setrinu á önninni, fimm miðannapróf og 55 lokapróf nú í enda árs. Að auki hafði setrið umsjón með 11 prófum á sviði símenntunar. […]

Tengsl efld við norðurlönd

Í liðnum mánuði sótti Kristín Vala, verkefnastjóri setursins, tenglsaráðstefnu í Drammen, Noregi í boði Rannís. Ráðstefnan var á vegum Erasmus+ og haldið af landsskrifstofu Erasmus í Noregi, systurstofnun Rannís. Yfirskrift ráðstefnunnar var “Collaborating for Success: Exploring Opportunities and Partnerships in a Nordic context” og markmið hennar þríþætt: Efni ráðstefnunnar var að efla tengsl norðurlandanna og […]

Jólapróf í Nýheimum

Eins og undanfarin ár einkennist aðdragandi jólanna hjá okkur í Nýheimum á fjarprófum háskólanema. 61 próf er þegar skráð hjá okkur fram að jólum, og enn bætist í hópinn.Þetta er talsverð aukning frá því í fyrra en þá voru 44 jólapróf tekin hjá okkur. Þeir nemendur sem vilja taka sín háskólapróf á Höfn eru hvattir […]

Byggðaráðstefna 2023

Í dag sóttu starfsmenn setursins byggðaráðstefnu 2023 í Reykjanesbæ sem haldin er af Byggðastofnun. Yfirskrift ráðstefnunar í ár var Búsetufrelsi? og voru erindin öll upplýsandi, áhugaverð og viðeigandi fyrir starfsemi setursins. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt […]