Jólaprófstíðin er hafin í Nýheimum þekkingarsetri en hún spannar um þrjár vikur. Fjöldi jólaprófa sem skráð eru í Nýheimum í ár eru 44 en nemendurnir koma flestir frá Háskólanum á Akureyri en einnig nemar frá Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst. Fjöldi skráðra prófa sem eru tekin á Höfn hafa ekki verið fleiri síðan fyrir COVID en á stærstu prófatörnunum síðan Nýheimar þekkingarsetur tók við umsjón fjarprófa háskólanema haustið 2017 voru 40 háskólapróf á jólaprófstörn 2017 og aftur 2019.
Allir háskólanemar geta þeytt fjarpróf á Höfn gefi viðkomandi skóli leyfi fyrir því og þarf skráningin að fara fram í gegnum skólann. Kristín Vala, verkefnastjóri Nýheima þekkingarsetur, hefur umsjón með fjarprófum háskólanema en einnig býður setrið uppá námsaðstöðu fyrir háskólanema, meira má lesa um það hér.