Háskólanemar

Velkomin í Nýheima

English below.
Frá árinu 2017 hefur Nýheimar þekkingarsetur haft umsjón með fjarprófum í samstarfi við háskóla landsins. Setrið býður alla háskólanema, bæði í stað- og fjarnámi, hjartanlega velkomna í Nýheima, hvort sem er til lengri eða skemmri dvalar.

Hvetjandi námsumhverfi

Setrið leggur áherslu á að skapa hvetjandi námsumhverfi þar sem nemendur geta verið hluti af fræðasamfélagi og stundað nám á eigin forsendum í heimabyggð.

Aðgangur og aðstaða

Háskólanemar sem nýta þjónustu og aðstöðu í Nýheimum fá aðgang að lesrými, læstum skápum, eldhúsi, kaffistofu, mötuneyti FAS, interneti og fundaraðstöðu í samráði við verkefnastjóra. Nemendur gera námsaðstöðusamning við setrið enaðstaðan er þeim að kostnaðarlausu á opnunartíma Nýheima. Þau sem vilja nýta húsnæðið utan opnunartíma geta fengið lykil að aðstöðunni gegn 5.000 kr. tryggingu sem endurgreiðist við samningslok.

Samstarf við Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Á bókasafni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar býðst nemendum fjölbreytt þjónusta. Þar gefst öllum kostur á að eignast bókasafnskort og fá almenna bókasafnsaðstoð, m.a. vegna heimildaleitar, millisafnalána, ljósritunar og útprentunar.

Fjölbreytt nemendahópur

Nemendur sem hafa nýtt sér aðstöðu og þjónustu setursins koma frá flestum háskólum landsins auk erlendra skóla. Allir háskólanemar eru velkomnir í Nýheima og hvattir til að nýta sér aðstöðuna.

Opnunartími

Yfir veturinn er húsnæði Nýheima opið mánudaga til fimmtudaga kl. 07:30-17:00, föstudaga kl. 07:30-16:00 og á laugardögum kl. 11:00-15:00.

Welcome to Nýheimar

Since 2017, the Nýheimar Knowledge Center has been overseeing distance learning exams in collaboration with the country’s universities. The center warmly welcomes all university students, both on-site and distance learning, to Nýheimar, whether for a long or short stay.

Encouraging Learning Environment

The center emphasizes creating a motivating learning environment where students can be part of an academic community and pursue their studies on their own terms in their hometown.

Access and Facilities

University students who use services and facilities in Nýheimar have access to a reading room, lockers, kitchen, cafeteria, FAS cafeteria, internet and meeting facilities in consultation with the project manager. Students sign a study facilities agreement with the center, but the facilities are free of charge to them during Nýheimar opening hours. Those who wish to use the premises outside opening hours can receive a key to the facilities against a 5,000 kr. deposit, which is refunded at the end of the agreement.

Collaboration with Hornafjörður Cultural Center

The library offers students a variety of services. Everyone has the opportunity to obtain a library card and receive general library assistance, including reference searches, interlibrary loans, photocopying, and printing.

Diverse Student Group

Students who have utilized the center’s facilities and services come from most universities in the country, as well as from international schools. All university students are welcome at Nýheimar and are encouraged to make use of the facilities.

Opening Hours

During the winter, Nýheimar is open Monday to Thursday from 7:30 AM to 5:00 PM, Fridays from 7:30 AM to 4:00 PM, and Saturdays from 11:00 AM to 3:00 PM.