Nýheimar þekkingarsetur hefur umsjón með fjarprófum háskólanema í Hornafirði. Allir háskólanemar sem hyggjast nýta sér þjónustu setursins og taka próf frá sínum skólum á Höfn eru hvattir til  skrá prófstað sinn á Höfn hjá sínum skóla, þetta er hægt að gera í Uglunni. Þetta á við fjarnema sem og staðnema og veitir því staðnemum sveigjanleika til að koma fyrr heim í Hornafjörð í próftörnum fyrir jól- og sumarfrí.

Gjald fyrir hvert próf er 4.000 kr. en þó aldrei hærra en 16.000 kr. á önn fyrir hvern nema. Í undantekningartilfellum greiðir skólinn fyrir þessa þjónustu.
Próftökugjald er skv. gjaldskrá Háskólafélags Suðurlands og því sama verð fyrir alla nema á Suðurlandi. 

Í öllum tilfellum þarf háskólinn að koma leiðbeiningum og prófum til setursins en það getur flýtt fyrir ferlinu ef nemar benda sjálfir á réttan tengilið.

Umsjón með þjónustu við háskólanema hefur Kristín Vala (kristinvala@nyheimar.is)