HeimaHöfn

Nýtt samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Ungt fólk og byggðafesta er sameiginlegt viðfangsefni landsbyggðarsamfélaga. Verkefnið er samstarfsverkefni þekkingarsetursins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar og er gott dæmi um það hvernig setrið vinnur með beinum hætti að eflingu byggðar og samfélags í Hornafirði.

Verkefnið felur í sér náið samstarf með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Unnið verður að miðlun upplýsinga um fjölbreytt tækifæri til menntunar og atvinnu á svæðinu. Auk þess verður unnið að því að efla og viðhalda tengslum við ungmenni á staðnum, efla félagslega virkni þeirra og samfélagsþátttöku. Einnig verður áhersla lögð á að viðhalda tengslum við ungmenni sem fara annað til að afla sér frekari menntunar

Nýheimar þekkingarsetur og ungt fólk

Nýheimar þekkingarsetur hefur nú um nokkurra ára skeið beint sjónum sínum að málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu og unnið að valdeflingu ungmenna með fjölbreyttum hætti. Í gegnum ólík verkefni setursins hefur áherslan á ungt fólk fengið að njóta sín og starfsfólk setursins hefur framkvæmt fjölda rýnihópa, viðtala og viðhorfskannana meðal Hornfirskra ungmenna. Þar hefur mikið verið fjallað um félagsleg tengsl, búsetuval og viðhorf ungmenna til samfélagsins sem og tækifæri til atvinnu, menntunar og frístunda á staðnum. Ákveðinn rauður þráður hefur verið gegnumgangandi þegar kemur að samspili þessara þátta og áhrifum þeirra á ákvarðanir unga fólksins okkar um framtíð þeirra í sveitarfélaginu.

Mikið og náið samstarf hefur verið við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, Sveitarfélagið Hornafjörð og Ungmennaráð Hornafjarðar, auk Grunnskóla Hornafjarðar og Ungmennafélagsins Sindra. 

 

 

Þjónusta við háskólanema

Um árabil hefur Nýheimar þekkingarsetur þjónustað alla þá háskólanema sem nýta vilja aðstöðu Nýheima til náms þeim að kostnaðarlausu, um er að ræða lesbása og aðra innviði sem sameiginlegir eru með starfsfólki Nýheima. 

Einnig sinnir setrið prófayfirsetu í samstarfi við háskóla landsins. Kristín Vala (kristinvala@nyheimar.is), verkefnastjóri setursins sér um þessa þjónustu. 

Nánar um þjónustu við háskólanema má lesa hér.

Fyrri rannsóknir

Segja frá fyrri rannsóknum og rannsóknarniðurstöðum sem hafa lagt grunninn að þessu verkefni?

laptop, mac, computer-2557615.jpg

HeimaHöfn

segja frá verkefninu?

Innblástur

Nordfjordakademiet

Fyrirmynd verkefnisins HeimaHöfn er byggð á verkefnum Nordfjordakademiet, samstarfsaðila Nýheima þekkingarseturs. Fulltrúi þeirra hélt meðfylgjandi erindi á ráðstefnu Nordregio Forum 2023 í Reykjavík. 

Staða og hluverk þekkingarsetra í byggðaþróun

Lykilfyrirlesari Nordregio Forum 2023 í Reykjavík, Eva Mærsk frá Háskóla Suður Danmörku, fjallar í meðfylgjandi erindi um val ungmenna við að vera eða fara í erindi sínu sem hún kallar “Should I stay, or should I go? Young adult’s choices for obtaining higher education”.