Matís

Árið 2008 var Matarsmiðja Matís opnuð í tengslum við starfsstöðina á Höfn. Í smiðjunni býðst frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum tækifæri til að stunda vöruþróun og hefja smáframleiðslu á matvælum gegn vægu leigugjaldi. Þannig spara þeir fjárfestingu í dýrum tækjabúnaði strax í upphafi rekstrar. Með þessu gefst einstakt tækifæri til að prófa sig áfram bæði við framleiðsluna og á markaði. Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu í tengslum við staðbundin matvæli og matarferðaþjónustu.

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur nú tekið við rekstri Matarsmiðjunnar á Höfn.

422 5000
Vínlangsleið 12 113 Reykjavík