Vísbendingar úr greiningarvinnu samstarfsaðila í NICHE benda til þess að hugtakið „menningararfur“ hafi breyst talsvert á undanförnum áratugum að hluta til vegna skilgreininga sem UNESCO hefur þróað.
Mikilvægi óáþreifanlegs menningararfs er ekki endilega menningarlega birtingarmyndin sjálf heldur sú gnægð þekkingar og færni sem er miðlað í gegnum hann frá einni kynslóð til annarrar.
Félagslegt og efnahagslegt gildi þessarar þekkingarmiðlunar er mikilvægt fyrir almenning og minnihlutahópa og er jafn mikilvægt fyrir lágtekjulönd og hátekjulönd.
Fjölbreyttar leiðir eru til menntunar fyrir þá sem starfa við óáþreifanlegan menningararf bæði hjá menntastofnunum og hjá einstaklingum eða hópum sem hafa þessa sérþekkingu.
Það eru margar áskoranir og líka tækifæri í starfi með óáþreifanlegan menningararf. Meðvitund fólks um hvað er í boði í nærumhverfi þeirra hefur aukist vegna heimsfaraldursins. Þá eru miklir möguleikar fólgnir í samstarfi og í því að þróa vinnu með óáþreifanlegan menningararf á staðbundnum vettvangi.
NICHE fræðsluefninu er skipt í 10 kafla sem fjalla um eftirfarandi viðfangsefni:
1) Samskipti og þekkingarmiðlun, 2) Lykilatriði við verndun óáþreifanlegs menningararfs, 3) Þróun sýnar, 4) Vinna með óáþreifanlegan menningararf, 5) Stafrænt læsi og gagnavernd, 6) Framkvæmd, 7) EntreComp ramminn fyrir óáþreifanlegan menningararf, 8) Fjármálamenntun og stjórnunarlæsi, 9) Samskipti og samstarf með stafrænum miðlum og 10) Að deila þekkingu og jafningjanám
Efnið er aðgengilegt á vef verkefnisins, hér.
Ókeypis námskeið sem byggja á námsefninu verða auglýst í vor á Höfn og Húsavík.