Nýheimar Þekkingarsetur tekur þátt í verkefninu NICHE – Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship sem á íslensku mætta þýða sem Frumkvöðlastarf um óáþreyfanlegan menningararf. Verkefnið er styrkt af Erasmus+, Samstarfsáætlun Evrópusambandsins.

Verkefnið miðar að því að efla frumkvöðlastarf í menningargeiranum með því að leggja aukna áherslu á óáþreyfanlegan menningararf og þróa nýstárlegar aðferðir í kennslu og þjálfum um efnið. Markhópurinn er núverandi og tilvonandi fagfólk í greininni og er ætlunin að auka samkeppnishæfni og viðhalda vexti hennar.

Óáþreyfanlegur menningararfur er í raun mikilvægari fyrir lönd Evrópu en bílaiðnaðurinn í heild sinni. Yfir 300.000 störf í Evrópu má tengja beint við óáþreyfanlegan menningararf og tæplega 8 milljónir starfa má tengja óbeint við geirann (t.d. ferðaþjónusta). Fyrir hvert beint starf tengt óáþreyfanlegum menningararfi skapast 26.7 óbeint starf. Til samanburðar skapast einungis um 6,3 óbein störf fyrir hvert beint starf í bílaiðnaðinum.

Verkefnin sem unnin verða innan NICHE eru því t.d. að:

NICHE verkefnið er tveggja ára verkefni sem hefst í lok árs 2020 og lýkur árið 2022. Þátttakendur í verkefninu eru níu talsins og koma frá sjö löndum Evrópu; Ísland, Belgía, Grikkland, Írland, Ítalía, Spánn og Svíþjóð. Sótt var um verkefnið á Íslandi og fara samstarfsaðilar Nýheima Þekkingarseturs, Þekkingarnet Þingeyinga á Húsavík með verkefnastjórn yfir verkefninu.

Verkefnastjóri NICHE fyrir hönd Nýheima Þekkingarseturs var Sandra Björg Stefánsdóttir

Heimasíða verkefnisins: NICHE (nicheproject.eu)

Gögn