
Í jólafríinu vantar oft staði fyrir ungt fólk til að hittast utan heimilis. Í samstarfi við DOKK héldum við viðburð fyrir ungt fólk, þar sem hægt var að koma saman, spjalla, skapa, laga föt og fleira. Við þökkum DOKK kærlega fyrir samstarfið og öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna.
Við vonumst til þess að geta boðið ungu fólki oftar upp á sambærilega viðburði í framtíðinni.