Yfirlit yfir styrki 

Hér hafa verið teknar saman upplýsingar um fjölbreytta sjóði og styrki sem geta nýst íbúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar, til dæmis frumkvöðlum, listafólki, rannsakendum og félagasamtökum sem vinna að uppbyggilegu og metnaðarfullu starfi.

Markmiðið er að gera upplýsingar um styrki aðgengilegri og auðvelda fólki að finna rétta styrkinn fyrir sitt verkefni, sama hvort það tengist nýsköpun, listum, rannsóknum, matvælaframleiðslu, samfélagsverkefnum eða öðru. Styrkir eru flokkaðir eftir þemum til að auðvelda leit og stytta leiðina að umsóknarferlinu.

Listinn er ekki tæmandi en hann er uppfærður ársfjórðungslega af starfsmönnum Nýheima þekkingarseturs. Ef þú þekkir til styrkja sem ekki er að finna í yfirlitinu máttu endilega senda okkur línu á nyheimar@nyheimar.is