Yfirlit yfir styrki
Hér hafa verið teknar saman upplýsingar um fjölbreytta sjóði og styrki sem geta nýst íbúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar, til dæmis frumkvöðlum, listafólki, rannsakendum og félagasamtökum sem vinna að uppbyggilegu og metnaðarfullu starfi.
Markmiðið er að gera upplýsingar um styrki aðgengilegri og auðvelda fólki að finna rétta styrkinn fyrir sitt verkefni, sama hvort það tengist nýsköpun, listum, rannsóknum, matvælaframleiðslu, samfélagsverkefnum eða öðru. Styrkir eru flokkaðir eftir þemum til að auðvelda leit og stytta leiðina að umsóknarferlinu.
Listinn er ekki tæmandi en hann er uppfærður ársfjórðungslega af starfsmönnum Nýheima þekkingarseturs. Ef þú þekkir til styrkja sem ekki er að finna í yfirlitinu máttu endilega senda okkur línu á nyheimar@nyheimar.is
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Atvinnumál Kvenna – Styrkir | Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni. | Konur | https://atvinnumalkvenna.is/styrkir/ | Opnað verður fyrir umsóknir í maí 2025. |
FrumkvöðlaAuður | FrumkvöðlaAuður hvetur konur til athafna með styrkjum til frumkvöðlastarfs þeirra. | Konur | https://kvika.is/sjalfbaerni/frumkvodlaaudur/ | Opnað verður fyrir umsóknir í maí fyrir árið 2025. |
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka | Við viljum vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu og styðja við sjálfbæra þróun í samfélaginu. Við veitum styrki til verkefna sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á. | Allir | https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/frumkvodlasjodur | Umsóknarfrestur er frá 26. september til miðnættis 27. október 2024. |
VOR – Vísinda- og frumkvöðlasjóður Orkuveitunnar | Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir sem tengjast starfssviði Orkuveitunnar með áherslu á stefnu Orkuveitunnar og markmið félagsins um að vera aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Að þessu sinni er lögð áhersla á eftirfarandi stefnumarkmið Orkuveitunnar: Aukin orkuframleiðsla | Auglýst er eftir umsóknum um styrki í tveimur flokkum. Annars vegar námsstyrki vegna lokaverkefna (tæknifræði-, meistara- og doktorsnemar) og hinsvegar verkefnastyrki fyrir einstaklinga eða fyrirtæki og stofnanir. | https://orkuveitan.is/nyskopun/vor/ | Lokað var fyrir umsóknir þann 21.janúar 2025. |
Uppbyggingarsjóður Suðurlands | Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. | Einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök með lögheimili á Suðurlandi. | sass.is/uppbyggingarsjodur | Úthlutað að vori og hausti ár hvert. |
Startup SuperNova (Accelerator) | Vaxtarstyrkir og fjárfestingatækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki | Sprotafyrirtæki í upphafi vexti | startupsupernova.is | Opnar umsóknir árlega (sumar) |
Snjallræði (social innovation accelerator) | Styrkir og hraðall fyrir samfélagslega nýsköpun | Styrkir til háskólanema til að vinna að rannsókna- og þróunarverkefnum á sumrin. Stofnanir og fyrirtæki geta sótt um til sjóðsins ef þau eru með nemendur í verkefnum. | snjallraedi.is | Vor og haust úthlutun |
Nýsköpunarsjóður námsmanna | Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni. | Háskólanema í grunn- og meistaranámi. Umsjónarmenn innan háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja geta sótt í sjóðinn án þess að hafa fundið nema. | https://www.rannis.is/sjodir/menntun/nyskopunarsjodur-namsmanna/ | Umsóknarfrestur: 7. febrúar 2025. |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Rannsóknasjóður | Rannsóknasjóður veitir styrki til skilgreindra rannsóknaverkefna og rannsóknatengds framhaldsnáms á Íslandi. | Rannsakendur, rannsóknarhópar og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir og fyrirtæki á Íslandi. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/rannsoknasjodur/ | 13. júni 2025, kl. 15:00 |
Arctic Research and Studies – Norðurslóðafræði | Langtímasamstarf íslenskra og norskra stofnana og sóknar- og ferðastyrkir vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í samkeppnissjóði. Til að efla langtíma samstarf íslenskra og norskra stofnana með sóknarstyrkjum vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í alþjóðlega samkeppnissjóði. | Fyrir starfsmenn háskóla og stofnana sem tengjast norðurslóðafræðum. | https://www.rannis.is/sjodir/menntun/arctic-studies/ | Síðasti umsóknarfrestur var 3. desember 2024 |
Digital Europe | Digital Europe mun móta stafræna framtíð Evrópu og styður við verkefni sem brúa bilið milli rannsókna og þróunar og stafrænna afurða á markaði. Áætlunin veitir stefnumótandi fjármögnun til verkefna á fimm lykilsviðum: Ofurtölvur Gervigreind Netöryggi Stafræn hæfni Nýting stafrænna lausna / stafrænar miðstöðvar | Fyrirtæki, einstaklinga, samtök og opinbera aðila. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/digital-europe/ | Umsóknarfrestur 7. október 2025 kl. 15:00. |
Eurostars | Eurostars gerir smærri fyrirtækjum kleift að sameina og deila sérþekkingu utan landamæra. | Eurostars er fyrir lítil og meðalstór nýsköpunarfyrirtæki (e. innovative SMEs), sem eru í alþjóðlegu samstarfi og stefna á markað. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/eurostars | 13. mars 2025 kl.14:00 CET |
Innviðasjóður | Fjármögnun kaupa á dýrum rannsóknartækjum, uppbyggingu rannsóknarinnviða og aðgangs að rannsóknarinnviðum | Háskóla, opinberar rannsóknastofnanir og fyrirtæki. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/innvidasjodur/ | Síðustu auglýstu umsóknarfrestir voru 31. október 2024. Fyrir tillögur að vegvísi: 12. september 2024. |
Jafnréttissjóður | Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands (e. The Icelandic Gender Equality Fund) er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna. | Einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/jafnrettissjodur | 10. apríl 2025 klukkan 15.00 |
Jules Verne | Til samstarfsverkefna á sviði vísinda og tækni milli Íslands og Frakklands. | Vísinda- og fræðimenn á öllum sviðum grunnvísinda og hagnýtra rannsókna. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/jules-verne/ | Á tveggja ára fresti. |
Markáætlun í tungu og tækni | Til að efla rannsóknir og nýsköpun og hvetja til samvinnu ólíkra aðila innanlands og í alþjóðlegu samhengi, til að ýta undir verðmætasköpun og fjárfestingu í rannsóknum í atvinnulífinu. | Samstarf innan íslensks vísinda- og nýsköpunarsamfélags, þar sem háskólar, fyrirtæki og rannsóknastofnanir vinna saman á ákveðnu fræðasviði. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/markaaetlun-i-tungu-og-taekni | 10. apríl 2025 kl. 15:00. |
Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands | Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. | veitir styrki sem ætlaðir eru námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. | https://hfsu.is/visinda-og-rannsoknarsjodur/ | 5. janúar 2025. |
Marie Skłodowska-Curie Actions (MSCA) – Horizon Europe | Alþjóðleg rannsóknasamvinna, oft með fókus á hreyfanleika fræðafólks | Doktorsnemar, nýdoktorar, háskólastofnanir | ec.europa.eu | Breytilegir eftir áfanga, næst Individual Fellowships í haust 2025 |
NordForsk Research Funding | Sameiginleg norræn rannsóknarverkefni (flokkast eftir sviðum) | Rannsóknarhópar í samstarfi við aðra á Norðurlöndum | nordforsk.org | Opnað er fyrir umsóknir í ákveðnum sviðum árlega |
Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands | Styður rannsóknarverkefni í öllum greinum innan HÍ | Fastráðnir kennarar og rannsóknarfólk við HÍ | hi.is | 15. október ár hvert |
Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar | Verkefni tengd ýmsum þáttum starfsemi Vegagerðarinnar. Rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt upp í fjóra flokka: Mannvirki, umferð og umferðaröryggi, umhverfi og samfélag. | Háskólar, verkfræðistofur, stofnanir | https://www.vegagerdin.is/vegagerdin/starfsemi/nyskopun-og-rannsoknir | Árlega, snemma á árinu (31. janúar 2025) |
Rannsóknasjóður Háskólans í Reykjavík | Rannsóknasjóður HR styrkir rannsóknarverkefni doktorsnema. | Doktorsnemar sem ekki hljóta styrk frá Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs. | https://www.ru.is/visindin/starfsumhverfi-visindafolks/rannsoknasjodur | Árlega í janúar/febrúar |
Doktorsnemasjóður umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins | Náttúruvísindi – doktorsnám | Nemendur í doktorsnámi á sviði náttúruvísinda. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/doktorsnemasjodur-umhverfis-orku-og-loftlagsraduneytisins/ | Síðasti umsóknarfrestur var 15. júní 2022. |
Byggðarannsóknasjóður | Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Byggðastofnun fer með umsýslu sjóðsins. | Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnanir eða aðrir lögaðilar. | https://www.byggdastofnun.is/is/verkefni/bygdrannsoknasjodur | Árlega í janúar/febrúar |
Kvískerjasjóður | rannsóknir á náttúrufari og menningu í Austur-Skaftafellssýslu | stofnanir og einstaklingar | Annað hvert ár (oddatöluár) febrúar | |
Horizon Europe | Styður við rannsóknir og nýsköpun á öllum fræðasviðum. | Umsóknarfrestir, sjá hér: EU funding & tenders | ||
Atvinnu- og rannsóknasjóður Sveitarfélagsins Hornafjarðar | Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem efla byggð eða atvinnu í sveitarfélaginu án þess að skekkja samkeppnisstöðu starfandi fyrirtækja á svæðinu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. | Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. | https://www.hornafjordur.is/stjornsysla/sveitarfelagid/frettasafn/umsoknir-um-styrki-atvinnu-og-rannsoknarsjods-2025 | Árlega, snemma á árinu (31. janúar 2025) |
Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands | rannsóknir í öldrunarmálum auk sérstakra verkefna annarra málaflokka | doktorsnemar og meistaranemar | https://www.oldrunarrad.is/rannsoknarsjodur | Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega, oftast úthlutað að hausti. |
Rannsóknasjóður Kennarasambands Íslands | Sjóðurinn veitir meðal annars styrki til rannsókna á skólastarfi og daglegum störfum kennara. Breytilegar áherslur milli ára. | Félagsmenn KÍ | https://www.ki.is/um-ki/ki/rannsoknasjodur-ki/ | Árlega, að hausti |
Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri | Ákveðin rannsóknaverkefni/rannsóknir í nafni HA | Aðjúnktar, lektorar, dósentar, prófessorar og sérfræðingar við HA | https://www.unak.is/is/haskolinn/stjornskipulag/log-og-reglur/reglur-um-visindasjod-ha | Árlega, 1. nóvember |
Rannsóknasjóður Háskólans á Bifröst | Styrkir vegna útlagðs kostnaðar við rannsóknaverkefni við skólann | Akademískir starfsmenn við skólann | https://www.bifrost.is/um-haskolann/stefnur–og-aaetlanir/rannsoknastefna/ | Árlega, að hausti (óljóst) |
COST | COST verkefni veita styrki til að sækja ráðstefnur og fundi og er markmiðið að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum fræðasviðum | Vísindafólk og fyrirtæki. Alþjóðlegt rannsóknasamstarf. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/cost/ | Umsóknarfrestir, sjá hér: https://www.cost.eu/cost-actions-event/browse-actions/ |
LIFE áætlunin | LIFE áætlunin fjármagnar verkefni sem takast á við umhverfis- og loftslagsbreytingar. | Sveitarfélög, fyrirtæki, frjáls félagasamtök, stofnanir. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/life-aaetlunin/ | Árlega, oftast í september. |
Menntarannsóknasjóður barna- og menntamálaráðherra | Styrkir til hagnýtra menntarannsóknir á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og frístundastarfs. | Vísindafólk og doktorsnemar í rannsóknatengdu námi á sviði menntavísinda auk samstarfsaðila. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/menntarannsoknasjodur-mennta-og-barnamalaradherra | Síðasti umsóknarfrestur var 23. nóvember 2023 |
Rannsóknarsjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar | Styrkir til eflingar rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. | Fyrir alla sem hafa áhuga á korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenskri bókfræði. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/rannsoknarsjodur-sigrunar-astrosar-sigurdardottur-og-haralds-sigurdssonar/ | Umsóknarfrestur er á tveggja ára fresti. Síðasti umsóknafrestur var 5. maí 2025. |
Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna | Styrkir til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. | Sjálfstætt starfandi fræðimenn. | https://www.rannis.is/sjodir/menntun/starfslaunasjodur-sjalfstaett-starfandi-fraedimanna/ | Árlega, síðast 17. mars 2025 kl. 15:00 |
Öndvegisstyrkur Rannsóknasjóðs | Fyrir rannsóknarhópa með umfangsmikil rannsóknarverkefni sem eru líkleg til að skila íslenskum rannsóknum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. | Rannsakendur, rannsóknarhópar og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir og fyrirtæki á Íslandi. | Öndvegisstyrkur Rannsóknasjóðs | Frestur var til 13. júní 2025 |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Doktorsstyrkjasjóður HÍ | Tilgangur doktorsstyrkjasjóðs er að styrkja efnilega stúdenta til doktorsnáms við háskólann og efla með því háskólann sem alþjóðlegan rannsóknaháskóla og um leið eftirsóknarverðan kost fyrir doktorsnema. | Stúdentar í doktrosnámi, fastráðnir kennar og sérfræðingar | https://hi.is/sjodir/doktorsstyrkir_haskola_islands | 15.feb.25 |
Verkefnastyrkir Rannsóknarsjóð | Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknastarfsemi Háskóla Íslands og geta fastir kennarar og sérfræðingar við háskólann sótt um fé úr sjóðnum til greiðslu kostnaðar við rannsóknir. Við mat á umsóknum er fyrst og fremst horft til vísindalegs gildis, stöðu þekkingar, markmiða, framkvæmdar og tímaáætlunar rannsóknar ásamt rannsóknavirkni umsækjenda | Stúdentar í doktrosnámi, fastráðnir kennar og sérfræðingar | https://hi.is/sjodir/rannsoknasjodur_haskola_islands | 15.okt.24 |
https://hi.is/sjodir | Stúdentar og starfsfólk hafa í að sækja fjölda sjóða sem nýta má á fjölbreyttan hátt. Rannsóknasjóðir eru ætlaðir nemendum og starfsmönnum sem leggja stund á rannsóknir og fræðistörf. Styrktarsjóðir eru ríflega 50. Úr þeim sjóðum er úthlutað styrkjum og viðurkenningum vegna verkefna nemenda, kennara og vísindamanna. |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Einkaleyfastyrkur | Undirbúningur og innlögn vegna forgangsréttarumsóknar og eða alþjóðlegra umsóknar | Háskólar, stofnanir, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar | www.rannis.is/sjodir/rannsoknir | Opið allt árið |
Hagnýt rannsóknarverkefni | Afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu. | Háskólar, opinberar rannsóknastofnanir og opinbert hlutafélag | www.rannis.is/sjodir/rannsoknir | 17.feb.25 |
Fyrirtækjastyrkur Fræ/Þróunarfræ | Hugmynd eða verkefni á frumstigi | Fyrirtæki, 5 ára eða yngri og einstaklingar | www.rannis.is/sjodir/rannsoknir | Alltaf opið fyrir umsóknir |
Fyrirtækjastyrkur Sproti | Þróunarverkefni á frumstigi | Fyrirtæki, 5 ára eða yngri | www.rannis.is/sjodir/rannsoknir | 17.feb.25 |
Fyrirtækjastyrkur Vöxtur | Verkefni komin af frumstigi hugmyndar | Lítil og meðalstór fyrirtæki | www.rannis.is/sjodir/rannsoknir | 17.feb.25 |
Fyrirtækjastyrkur Sprettur (sótt um innan Vaxtar) | Ætlað fyritækjum með afurð sem er komin nálægt markaði, hefur mikla möguleika á hröðum vexti og aukin krafa um fjárhagslegt bolmagn | Lítil og meðalstór fyrirtæki | www.rannis.is/sjodir/rannsoknir | 17.feb.25 |
Fyrirtækjastyrkur Markaður | Markaðssetning tengd þróunarverkefni | Lítil og meðalstór fyrirtæki og að lágmarki 10% R&Þ af veltu og eða efnahagsreikningi | www.rannis.is/sjodir/rannsoknir | 17.feb.25 |
Netöryggisstyrkur Eyvarar | Hægt er að sækja um styrk til að efla netöryggi og varnir. | Lítil og meðalstór fyrirtæki, og opinberar stofnanir óháð stærð. | www.rannis.is/sjodir/rannsoknir | 17. mars 2025 til kl. 15:00 |
Askur – mannvirkjarannsóknarsjóður | Askur – mannvirkjarannsóknasjóður veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar. Áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði, svo sem rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors. | https://hms.is/askur | ||
Vinnuverndarsjóður | Samstarfsverkefni félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Vinnueftirlitsins. Honum er ætlað að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði. | Atvinnulífið | https://island.is/s/vinnueftirlitid | 8.apríl |
Vinnustaðanámssjóður | Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.Að stuðla að eflingu vinnustaðanáms og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar. | Fyrirtæki og stofnanir vegna vinnustaðanáms nema í iðnnámi eða öðru námi á framhaldsskólastigi þar sem vinnustaðanám og starfsþjálfun er skilgreindur hluti námsins. | Vinnustaðanámssjóður | Vinnustaðanámssjóður | Rannsóknamiðstöð Íslands | 15.nóv á síðasta ári óljóst hvenær |
Rafbílastyrkur | Einstaklingar og fyrirtæki | Rafbílastyrkir — Orkustofnun | ||
Byggðarannsóknasjóður | Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. | Rannsakendur í byggðamálum | https://www.byggdastofnun.is | 3. mars 2026 |
Atvinnu- og rannsóknarsjóður Sveitafélags Hornafjarðar | Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem efla byggð eða atvinnu í sveitarfélaginu án þess að skekkja samkeppnisstöðu starfandi fyrirtækja á svæðinu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. | Fyrirtæki, frumkvöðlar og samtök með starfsemi á Suðurlandi | http://ibuagatt.hornafjordur.is/ | Byrjun hvers árs |
FrumkvöðlaAuður (Kvika) | Styrkir til frumkvöðlastarfs undir stjórn kvenna | Konur sem vinna að nýsköpun | kvika.is | Júní ár hvert |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Nýsköpunarsjóður námsmanna | Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni. | Háskólanema í grunn- og meistaranámi. Umsjónarmenn innan háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja geta sótt í sjóðinn án þess að hafa fundið nema. | https://www.rannis.is/sjodir/menntun/nyskopunarsjodur-namsmanna/ | 7.feb.25 |
Rannsóknarsjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar | Hægt er að sækja um styrki til að vinna að rannsóknum og útgáfu rita um korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenska bókfræði. | Alla sem áhuga hafa á korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenskri bókfræði. | https://www.rannis.is/sjodir/menntun/starfslaunasjodur-sjalfstaett-starfandi-fraedimanna/ | 5.maí.25 |
Þróunarsjóður námsgagna | Stuðlar að gerð og útgáfu kennsluefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Styrkir einnig áframhaldandi þróunarverkefni. | Kennara, höfunda námsefnis og útgáfufyrirtæki. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/throunarsjodur-namsgagna/ | 17. febrúar 2025 kl. 15:00 |
Bókasafnasjóður | Sjóðurinn skal efla starfsemi bókasafna. Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna innanlands og utan. | Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög og Bókasafnasjóð. | https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/bokasafnasjodur/ | 17.mar.25 |
Íslenskukennsla fyrir útlendinga | Um er að ræða styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru hér á landi, og skráðir eru með lögheimili í Þjóðskrá. Hælisleitendur eru undanþegnir kröfu um skráningu í Þjóðskrá meðan málefni þeirra eru til skoðunar hjá stjórnvöldum. | Veittir eru styrkir til fræðsluaðila og fyrirtækja og stofnana er bjóða nám í íslensku sem ekki er hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. | https://www.rannis.is/sjodir/menntun/islenskukennsla-fyrir-utlendinga/ | |
Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla | Styrkja verkefni sem stuðla að þróun og nýjungum í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum. | Leikskólastjóra, skólastjóra eða skólameistara fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um þróunarverkefni í samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn. | https://www.rannis.is/sjodir/menntun/sprotasjodur/ | 30. janúar 2025 |
Menntasjóður námsmanna | Lán og styrkir vegna háskólanáms – sums staðar veittur styrkur (þ.m.t. vegna fæðingar, búsetu, námsárangurs) | Háskólanemar með rétt til námsláns | menntasjodur.is | Opið allt árið (sértækir frestir fyrir styrki) |
Nordplus / Erasmus+ | Styrkir fyrir námsdvöl, starfsþjálfun, skipti, samstarfsskóla og kennaraþjálfun innan Evrópu og Norðurlanda | Nemendur, kennarar og skólastjórnendur í samstarfi | erasmusplus.is / nordplusonline.org | 1. febrúar (Nordplus) / 20. febrúar (Erasmus+ 2025) |
Lýðháskólastyrkur Nordplus | Dvalarstyrkur fyrir íslenska námsmenn í lýðháskóla á Norðurlöndum | Allir (ungmenni og fullorðnir) | norden.is/styrkur | 15. janúar / 15. september ár hvert |
Endurmenntunarsjóður grunnskóla | Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita styrki til endurmenntunar félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ). | Félagsmenn FG og SÍ | https://www.samband.is/endurmenntunarsjodur | 3.mar.25 |
https://www.rannis.is/sjodir/menntun | Endalaust af Erasmus+ styrkjum tengd menntun. |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Barnamenningarsjóður | Barnamenningarsjóður Íslands naut framlaga af fjárlögum árin, 2019–2023, 100 millj. kr. á ári. Um opinbert átaksverkefni var að ræða, sem ætlað var að skjóta styrkari stoðum undir fjölbreytt menningarstarf í þágu barna og ungmenna til framtíðar. | Listafólk, félagasamtök og aðrir lögaðilar sem sinna menningarstarfi fyrir börn og ungmenni í samræmi við opinbera menningarstefnu. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru með virkri þátttöku barna og/eða fyrir börn. | https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/barnamenningarsjodur/ | 4.apr.25 |
Tónlistarsjóður | Sjóðurinn skal stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þeirra hér á landi sem erlendis. Tónlistarsjóður heyrir undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið og er í umsýslu Tónlistarmiðstöðvar. | Tónlistarfólki | https://www.icelandmusic.is/tonlistarsjodur | 15.apr.25 |
Tónlistarstyrkir | Styrkir til hvers kyns frumsköpunar á tónlist, útgáfu og tengdrar markaðssetningar. Hljóðritun, útgáfa, tónsmíðar og lagasmíðar heyra hér undir. Markmið styrkjanna er að stuðla að fagmennsku, nýliðun og fjölbreytni í tónlist og þar með efla tónlistarlíf hér á landi. | Tónlistarfólki | https://www.icelandmusic.is/tonlistarsjodur | Apríl og nóvember |
Flytjendastyrkir | Styrkir til tónleikahalds innanlands og tengdrar markaðssetningar. Styrkirnir eru veittir beint til tónlistarfólks eða umbjóðenda þess. Ef um er að ræða tónlistarhátíð eða tónleikaröð sem er skipulögð af t.d. fyrirtæki eða félagi þá á að sækja um Viðskiptastyrk. Markmið flytjendastyrkja er að stuðla að nýliðun og fjölbreytni í tónlist og þar með efla tónlistarlíf hér á landi. | Tónlistarfólki | https://www.icelandmusic.is/tonlistarsjodur | Apríl og nóvember |
Viðskiptastyrkir | Styrkur vegna tónlistarverkefna, svo sem tónlistarhátíða, tónleikastaða, viðskiptahugmynda í tónlist og sprotaverkefna. Styrkir eru veittir til verkefna sem teljast mikilvæg fyrir þróun og uppbyggingu íslensks tónlistarlífs. Markmið styrkjanna er að byggja upp starfsumhverfi tónlistarfólks, efla tónlistariðnað á Íslandi og styrkja nýliðun og fjölbreytni í tónlist. Áhersla er lögð á fyrirtæki sem þjónusta og vinna með tónlistarfólki. Sérstaklega er litið til þess að öll áætlanagerð sé vönduð. | Tónlistarfólki | https://www.icelandmusic.is/tonlistarsjodur | Apríl og nóvember |
Ferðastyrkir | Styrkur vegna ferðalaga til að sækja sér tækifæri erlendis. Styrkir til tónlistarfólks og fagaðila sem vilja sækja sér tækifæri á stærri markaði, t.d. með tónleikaferðalögum, þátttöku í sendinefndum, sölusýningum og fagtónlistarhátíðum (e. showcase). Einnig eru veittir styrkir til tónskálda vegna frumflutnings á tónverkum. Styrkir eru veittir til verkefna sem eru tilbúin til útflutnings (e. export ready**). Fagaðilar, s.s. umboðsfólk, geta sótt um styrk vegna starfstengdra ferða milli landshluta, t.d. til að sækja ráðstefnur og tengslamyndunarviðburði. | Tónlistarfólki | https://www.icelandmusic.is/tonlistarsjodur | Umsóknarfrestir eru fyrir miðnætti aðfaranótt 1. febrúar, 1. apríl, 1. júní, 1. ágúst, 1. október og 1. desember. |
Markaðsstyrkir | Styrkur til að vekja athygli erlendis. Veittir eru styrkir til verkefna sem stuðla að því að koma íslenskri tónlist á erlenda markaði og auka möguleika á velgengni utan Íslands. Styrkir eru veittir til verkefna sem eru tilbúin til útflutnings (e. export ready– sjá neðar) og er sérstaklega litið til þess að fjárhags- og markaðsáætlanir séu vandaðar. Einnig er horft til þess að umsækjandi sé í samstarfi við sannfærandi aðila erlendis. | Tónlistarfólki | https://www.icelandmusic.is/tonlistarsjodur | Apríl og nóvember |
Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku | Endurgreiðsla hluta kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku sem eru aðgengilegar almenningi með opinberri sölu, láni eða leigu byggir á lögum um stuðning við útgáfu bóka á íslensku nr. 130/2018 . | Bókaútgefendur sem skráðir eru virðisaukaskattskyldir aðilar skv. 5. gr. laga um virðisaukaskatt með atvinnugreinarnúmerið 58.11.0 sem bókaútgáfa. Umsækjandi sé fjárhagslega ábyrgur fyrir útgáfu bókar sem sótt er um. | https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/studningur-vid-utgafu-boka-a-islensku/ | 9 mánuðir frá útgáfudegi |
Sviðslistasjóður | Veittir eru styrkir til einstakra verkefna. | Atvinnusviðslistahópa. | https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/svidslistasjodur/ | 1.okt.25 |
Myndlistarsjóður | Undirbúnings-, sýningar- og útgáfu/rannsókna styrkir | Myndlistarmenn | Myndlistarmiðstöð – Myndlistarsjóður | feb og ágúst |
Listamannalaun | Launasjóður listamanna | Hönnuðir, arkitektar, myndlistarmenn, rithöfundar, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur, tónskáld, kvikmyndahöfundar | Listamannalaun | Rannsóknamiðstöð Íslands | 1.okt |
Ferðastyrkir myndlistarmiðstöð | Ferðir og gisting vegna sýningarhalds, vinnustofa og verkefna | Myndlistarmenn | Myndlistarmiðstöð – Ferðastyrkir | 1.feb, 1.júní, 1.okt |
Letterstedtski sjóðurinn | Ferðir frá Íslandi til Norðurlanda og til Eystrasaltsríkjanna | Myndlistarmenn | www.letterstedtska.org/anslag/anslagsutlysning/ | 15.feb.25 |
Mobility Funding | Ferðir til og dvöl á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum | Myndlistarmenn/rannsakendur | Mobility funding – Nordic Culture Point | 19.sep |
Culture and Art Programme | Verkefnastyrkur: undirbúningur, framkvæmd, sýning og miðlun | Listamenn og fólk sem vinnur að menningu | Culture and Art Programme – Nordic Culture Point | 11.sep |
Network Funding | Fundarsjóður, hluti af Mobility funding, fókus á Norðurlönd og Eystrasaltslönd | Myndlistarmenn/rannsakendur | https://www.nkk.org/en/short-term-network-funding/ | 25.sep |
Funding for Artist Residencies | Listamannadvöl sem býður listamönnum/rannsakendum frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum að vinna hjá sér. Hluti af mobility funding | Fyrir listamannadvöl (residensíur) | Funding for artist residencies – Nordic Culture Point | Árið 2026 |
Creative Europe | Evrópskur samkeppnissjóður fyrir listir og skapandi greinar | Allar skapandi greinar | https://culture.ec.europa.eu/creative-europe | Margir sjóðir |
Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur | Að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms. | Sjóðir | Listasafn Íslands | Annað hvert ár – óljóst | |
Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar | Markmið styrktarsjóðs Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur er að styrkja efnilega unga myndlistarmenn. | Sjóðir | Listasafn Íslands | Annað hvert ár – óljóst | |
Styrktarsjóður Richards Serra | Markmið sjóðs Richards Serra er að efla höggmyndalist á Íslandi með því að veita ungum myndhöggvurum sérstök framlög til viðurkenningar á listsköpun þeirra. | Sjóðir | Listasafn Íslands | Annað hvert ár – óljóst |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina | Að þessu sinni er áhersla lögð á verkefni sem fela í sér hagnýtingu stafrænna lausna, þróun og nýtingu tæknilausna í heilbrigðismálum og verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda eða afurða á nýskapandi hátt. | Lóu nýsköpunarstyrkir eru ætlaðir verkefnum sem komin eru af byrjunarstigi. | https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/nyskopun/loa-nyskopunarstyrkir-fyrir-landsbyggdina/ | 30. mars 2025. |
Fléttan – styrkir til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu | Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins. | Nýsköpunarfyrirtæki | https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/nyskopun/flettan-styrkir-til-innleidingar-nyskopunar-i-heilbrigdisthjonustu/ | Ekki auglýstur enn |
Örvar – styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra | Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á málefnasviði ráðherra. Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga. | Verkefni tengd HVIN | https://www.stjornarradid.is/raduneyti/menningar-nyskopunar-og-haskolaraduneytid/styrkir-og-sjodir/orvar/ | Úthlutað er úr Örvari þrisvar sinnum á ári, að jafnaði í apríl, ágúst og desember. |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Íþróttasjóður | Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna. Að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að inngildingu í íþróttum. Sérstaklega þá til verkefna með börnum af erlendum uppruna. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu. | Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta. Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund krónur. | https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/ | 1.okt.25 |
Æskulýðssjóður | Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína. | Börn og ungmenni, á aldrinum 6-25 ára. | https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/aeskulydssjodur/ | 15.okt |
Lýðháskólastyrkur Nordplus | Styrkur til dvalar í Lýðháskólum á Norðurlöndum | Ungmenni og fólk á öllum aldri | https://www.norden.is/styrkur | 15.sept og 15.jan |
Norræna félagið í Danmörku | Styrkur til dvalar í Lýðháskólum í Danmörku | Ungmenni og fólk á öllum aldri | https://foreningen-norden.dk/stoette-til-skoleophold-for-islaendinge/ | Engin ákveðinn |
Lýðháskólastyrkur UMFÍ | Styrkur til dvalar í Lýðháskólum í Danmörku | Ungmenni og fólk á öllum aldri | https://www.umfi.is/styrkir/lydhaskolastyrkir/ | Opnar næst ágúst 2025 |
Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ | Styrkja félags og íþróttastarf ungmennafélaga | Sambandsaðilar UMFÍ | https://www.umfi.is/styrkir/fraedslu-og-verkefnasjodur/ | 1.maí og 1.nóv |
Umhverfissjóður UMFÍ | Styrkja umhverfisverkefni | Félagar eða einstaklingar innan UMFÍ | https://www.umfi.is/styrkir/umhverfissjodur/ | 15.apríl |
https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta | Fullt í boði, skoða nánar, Erasmus+ |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Life áætlunin | Til hvers? Ísland tekur nú þátt í LIFE áætlun Evrópusambandsins, samkeppnissjóði sem fjármagnað hefur verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992. Núverandi tímabil áætlunarinnar tekur til áranna 2021-2027 og eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á tímabilinu. Undir áætlunininni eru fjórar undiráætlanir: Náttúra og líffræðileg fjölbreytni Hringrásarhagkerfið Loftslagsbreytingar, aðlögun og aðgerðir Orkuskipti | Sveitarfélög, fyrirtæki, frjáls félagasamtök, stofnanir. | https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/life-aaetlunin/ | September |
Orkusjóður | Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. | Aðila sem vinna að verkefnum sem hafa það að markmiði að draga úr losun. | https://orkustofnun.is/orkuskipti/orkusjodur | 1.júní 2025 |
Orkurannsóknasjóður | Orkurannsóknasjóður veitir styrki til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála, þar með eru taldar rannsóknir á sviði umhverfisáhrifa, orkuskipta og loftslagsmála. Skírskotun eða tenging við íslenskt umhverfi styrkir umsóknina. | Auglýst er eftir umsóknum frá háskólum, stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum um styrki úr þessum flokki. Styrkir eru veittir til hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum sem verkefnið þarfnast. | https://www.landsvirkjun.is/orkurannsoknasjodur | 13.jan |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Þróunarsjóðir Innflytjendamála | Stuðningur við uppbyggjandi verkefni sem efla þátttöku innflytjenda og stuðla að fjölbreyttu og réttlátu samfélagi. | Félags- og hagsmunasamtök innflytjenda eru sérstaklega hvött til þess að sækja um. | https://www.stjornarradid.is/verkefni/utlendingar/ad-flytja-til-islands/throunarsjodur-innflytjendamala-/ | Var síðast í desember 2024 |
Samfélagssjóður EFLU | EFLA veitir styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu. Markmiðið er að styðja framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. | Allir | https://www.efla.is/samfelagssjodur-eflu | 15.apr.25 |
Samfélagssjóður Landsvirkjun | Landsvirkjun tekur virkan þátt í samfélaginu og styður við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Sjóðurinn styður verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og leggur sérstaka áherslu á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélög fyrirtækisins | Allir | https://www.landsvirkjun.is/samfelagssjodur | Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 31. mars, 31. júlí og 30. nóvember ár hvert. |
Samfélagsstyrkur Krónunnar | Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu, t.d á sviði menningar og lista eða menntunar. | Allir | https://kronan.is/styrkir | Opið er fyrir styrktarumsóknir í maí ár hvert en umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst. Í kjölfarið er farið yfir umsóknir og er styrkjum síðan úthlutað í nóvember. |
Samfélagsstyrkur Landsbankanns | Við veitum fimmtán milljónir króna í samfélagsstyrki á hverju ári. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og sjálfbærni. | Allir | https://www.landsbankinn.is/bankinn/styrkir/samfelagsstyrkir | Umsóknarfrestur rann út 31. október 2024. |
Samfélagssjóður BYKO | BYKO sýnir samfélagslega ábyrgð í verki og leitast við að styðja við verkefni sem samræmast stefnu félagsins, gildum og þeim heimsmarkmiðum sem félagið starfar eftir. | Allir | https://byko.is/thjonusta/um-byko/samfelagssjodur-byko | Fyrir október úthlutun verður opið fyrir umsóknir frá 1. september – 30. september. |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða | Uppbygging ferðamannastaða | Sveitarfélög & einkaaðilar | https://www.ferdamalastofa.is/is/studningur/framkvaemdasjodur-ferdamannastada/um-framkvaemdasjodinn | 1-2x á ári |
NATA – North Atlantic Tourism Association | NATA veitir stuðning við þróunar- og markaðsverkefni í ferðaþjónustu á Norð-Atlantshafssvæðinu (Ísland, Færeyjar, Grænland). | Einstaklingar, samtök, fyrirtæki | https://www.ferdamalastofa.is/is/studningur/erlent-samstarf/nata/styrkir-fra-nata | 2x á ári |
Uppbyggingarsjóður Suðurlands (SASS) | Veitir verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi | Fyrirtæki, stofnandi, einstaklingar, félagasamtök á Suðurlandi | https://www.sass.is/uppbyggingarsjodur/um-sjodinn/ | Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Uppsprettan Nýsköpunarsjóður Haga | Uppsprettan er nýsköpunarsjóður á vegum Haga. Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu. | Matartengt | https://www.hagar.is/um-haga/uppsprettan/ | 22. janúar 2025. Auglýst verður eftir umsóknum í næstu úthlutun síðar. |
Matvælasjóður (opinber) | Verkefni sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni og verðmætasköpun í íslenskri matvælaframleiðslu (allt frá hugmyndastigi til markaðssetningar). Fjögur styrkjaflokkar (Bára, Kelda, Afurð, Fjársjóður) ná yfir rannsóknir og þróun í sjávarútvegi og landbúnaði. | Fyrirtæki, frumkvöðlar og aðrir aðilar í matvælageiranum (m.a. lítil fyrirtæki <300 m.kr. veltu); einnig rannsóknastofnanir (í rannsóknarflokkum). | https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/matvaeli-og-matvaelaoryggi/matvaelasjodur/ | Auglýst einu sinni á ári – opnar fyrir umsóknir um 1. febrúar ár hvert (opnaði 1.2.2025). |
Fiskeldissjóður (opinber) | Styrkir til uppbyggingar innviða í byggðarlögum þar sem stundað er sjókvíaeldi, til að efla samfélög og atvinnulíf á þeim svæðum. | Sveitarfélög á svæðum með fiskeldi í sjókvíum (einungis sveitarfélög eru styrkhæf samkvæmt lögum sjóðsins). | https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/sjavarutvegur-og-fiskeldi/fiskeldissjodur/ | Sjóðurinn auglýsir sjaldan – næst verður auglýst árið 2026 (engin úthlutun 2025). |
Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna (atvinnulífs- og verkalýðssjóður) | Sí- og endurmenntun sjómanna – styrkir vegna námskeiða, þjálfunar og fræðslu sem auka færni sjómanna í starfi. Veitir einnig styrki til fyrirtækja til fræðsluverkefna fyrir sjómenn. | Einstakir sjómenn (félagar í stéttarfélögum sjómanna) geta fengið endurgreiddan kostnað náms/námskeiða. Sjávarútvegsfyrirtæki geta einnig sótt um styrki til fræðsluverkefna fyrir sitt starfsfólk. | Sjómennt – landsmennt.is (upplýsingar og umsóknareyðublöð á vef fræðslusjóðsins). | Enginn ákveðinn umsóknarfrestur – umsóknir teknar á móti allan ársins hring. Umsóknir einstaklinga fara í gegnum viðkomandi sjómannafélag. |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Uppsprettan Nýsköpunarsjóður Haga | Uppsprettan er nýsköpunarsjóður á vegum Haga. Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu. | Matartengt | https://www.hagar.is/um-haga/uppsprettan/ | 22. janúar 2025. Auglýst verður eftir umsóknum í næstu úthlutun síðar. |
Matvælasjóður (opinber) | Verkefni sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni og verðmætasköpun í íslenskri matvælaframleiðslu (allt frá hugmyndastigi til markaðssetningar). Fjögur styrkjaflokkar (Bára, Kelda, Afurð, Fjársjóður) ná yfir rannsóknir og þróun í sjávarútvegi og landbúnaði. | Fyrirtæki, frumkvöðlar og aðrir aðilar í matvælageiranum (m.a. lítil fyrirtæki <300 m.kr. veltu); einnig rannsóknastofnanir (í rannsóknarflokkum). | https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/matvaeli-og-matvaelaoryggi/matvaelasjodur/ | Auglýst einu sinni á ári – opnar fyrir umsóknir um 1. febrúar ár hvert (opnaði 1.2.2025). |
Tegund verkefna | Markhópur | Linkur | Umsóknarfrestur | |
Matvælasjóður – hefur svo 4 styrkjarflokka | Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. | https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/matvaeli-og-matvaelaoryggi/matvaelasjodur/ | Breytilegt eftir flokkum – auglýst sérstaklega | |
Bára | Verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. | Í Báru leita þeir frumkvöðlar, og fyrirtæki sem eru með árlega veltu undir 300 milljónum króna, sem vilja skoða hugmynd, hráefni eða aðferðir sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. | ||
Kelda | Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. Tilgangur Keldu er að veita rannsóknastyrki til að hægt sé að afla nýrrar þekkingar sem stuðlar að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu | |||
Afurð | Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. Líta má á þennan flokk styrkja sem tækifæri til að móta og þróa afurð úr með hráefnum sem tengjast matvælaframleiðslu og gera hana verðmætari í ferlinu. Afurðirnar eiga að auka nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla-framleiðslu. Verkefnin geta verið á ólíkum stað í ferlinu, á byrjunarreit eða lokastigum. | |||
Fjársjóður | Fjársjóður styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. Skilyrði Fjársjóðs er að varan sé afurð úr íslenskur hráefnum sem ætlað er til matvælaframleiðslu. | Tilgangurinn er að veita styrk til fyrirtækja til að styrkja markaðsinnviði og markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu og stuðla þannig að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. | ||
Uppsprettan Nýsköpunarsjóður Haga | Uppsprettan er nýsköpunarsjóður á vegum Haga. Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu. | Matartengt | https://www.hagar.is/um-haga/uppsprettan/ | 22. janúar 2025. Auglýst verður eftir umsóknum í næstu úthlutun síðar. |