Í haust fékk HeimaHöfn styrk úr Örvari, styrkveitingasjóði menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins. Styrkurinn var veittur til HeimaHafnar til að standa að myndbandsgerð í samstarfi með Ungmennaráði. Markmiðin eru tvíþætt. Annars vegar að stuðla að sjálfstæði ungmenna í upplýsingamiðlun og myndbandsgerð og hinsvegar að miðla þeirra sýn á samfélagið sitt til annarra ungmenna, íbúa og annarra áhugasamra.
Verkefnið var unnið í tveimur hlutum. Fyrst var unnið með ungmennaráði í vinnustofu þar sem þau kortlögðu jákvæða þætti við samfélagið sitt út frá þremur áherslum HeimaHafnar. Seinni hlutinn var svo framleiðsla og tökur á myndefni til þess að koma þeirra hugmyndum og sýn á framfæri.
Við hlökkum til að sýna ykkur myndböndin og leyfa ykkur að sjá hvernig samfélagið okkar lítur út í þeirra augum.