Í liðinni vikur fengum við 10. bekk grunnskólans í heimsókn til okkar í Nýheima. Um var að ræða prófun á kennsluefni sem er ein afurð þátttöku setursins í evrópuverkefninu SPECIAL sem snýr að valdeflingu ungmenna til þátttöku í samfélaginu. Farið var yfir hvað mjúk færni og valdefling er, samskipti og markmiðasetningu.  

Kennsluefnið átt vel við hópinn og verður nú þróað áfram og verður lokaútgáfa efnisins gerð öllum aðgengileg á vefsíðu SPECIAL.  

SPECIAL verkefnið hófst á haustmánuðum 2021 og líkur næstkomandi haust en verkefnastjórn er á höndum Þekkingarnets Þingeyinga á Húsavík. 

Þökkum hópnum kærlega fyrir komuna.

Nánar má lesa um verkefnið hér.