Markmið verkefnisins SPECIAL eru gerð, framboð og hagnýting á nýstárlegu námsefni sem styður við þróun mjúkrar færni. Í SPECIAL verkefninu verða gerðar, þróaðar og prufukeyrðar námsáætlanir sem verða sveigjanlegar, eftirspurnarmiðaðar, notendamiðaðar og sniðnar að þörfum markhópsins.

SPECIAL nýtir mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfni, styrkja starfsferil og styrkja sjálfstraust NEET (ungt fólk sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun). Verkefnið er sveigjanlegt: SPECIAL mun laga sig að þverfaglegum og fjölþjóðlegum þáttum til að takast á við eflingu þátttakenda og mynda skilyrði þar sem þeir geta komist frá „efnahagslegri“ einangrun yfir í að vera áhugasamir atvinnuleitendur eða athafnafólk.

Í því skyni verður nýr þjálfunarrammi fyrir starfsmenntunaraðila hannaður, þróaður, prófaður og endurmetinn í SPECIAL verkefninu. Þjálfunarramminn er til þess fallinn að:

  1. kveikja frumkvæðistilfinningu NEET (ungs fólks sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun)
  2. styðja við skilning NEET á sjálfsmeðvitund og á að það geti treyst á sjálft sig
  3. að styrkja sveigjanleika NEET og aðlögun að félagslegum þætti samfélagsins og atvinnulífi
  4. að efla félagslega færni og lífsleikni NEET
  5. að auka ráðningarhæfni og styðja við frumkvöðlahugsun þeirra
  6. að auka hæfni NEET til að beita gagnrýnni og skapandi hugsun til að verða sjálfstætt starfandi/í atvinnuleit/þróa viðskiptahugmyndir

Heimasíða verkefnisins má nálgast hér