Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi

Nýheimar þekkingarsetur sótti um og hlaut styrk frá Atvinnu- og rannsóknasjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir verkefnið Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi. Verkefnið fól í sér viðtöl við aðila er starfa með ungu fólki á Hornafirði og hópviðtöl við unga karlmenn.

Fjallað var um aðstæður og líðan ungra karlmanna, markmið hópviðtala við fulltrúa hópsins var að fá fram viðhorf þeirra til samfélagslegra gilda og orðræðu. Enn fremur að kanna upplifun þeirra hvað varðar áhrif þessara þátta á frammistöðu og líðan drengja í því samfélagi sem þeir búa í og hvernig það birtist í námsárangri þeirra, líðan og framtíðaráformum. Skýrslu verkefnisins má finna á heimasíðu setursins.   

Verkefnið hlaut einnig styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að hanna og leggja rafræna spurningakönnun fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu.  

Verkefnastjórar setursins og Anna Guðrún Edvardsdóttir rannsakandi unnu að verkefninu.

Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér: Staða Og Líðan Ungra Karlmanna í Landsbyggðarsamfélagi Lokaskýrsla (pdf)