Í júní síðastliðnum komu allir samstarfsaðilar Sustainable verkefnisins saman á Höfn til að prófa kennsluefni sem þróað hafði verið.

Samstarfsaðilar koma frá átta Evrópulöndum, auk Íslands eru þeir frá Svíþjóð, Belgíu, Írlandi, Ítalíu, Þýskalandi, Spáni og Rúmeníu. Alls komu um 25 manns saman á Höfn vegna þjálfaranámskeiðisins, verkefnastjórar og kennarar/þjálfarar frá hverri stofnun.

Á Íslandi voru gestir fræddir um sjálfbærni á Íslandi og heimsóttu m.a. Hellisheiðarvirkjun, Gróðurhúsið og fengu fræðslu frá þjóðgarðsverði í Skaftafelli, Vatnajökulsþjóðgarði.

Námsefnið, sem allir aðilar höfðu þróað í samstarfinu, var prófað á jafningjagrundvelli, ígrundað og endurmetið. Að námskeðinu loknu var það endurbætt eftir þörfum og loks prófað á námsmönnum í hverju samfélagi fyrir sig. Setrið prófaði efnið með ungmönnum í Nýheimum á haustmánuðum eins og lesa má um hér.