Loftslag og leiðsögn
Nýheimar þekkingarsetur hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð unnið að gerð fræðsluefnis um loftslagsbreytingar. Verkefni þetta er liður í stærra samvinnuverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs sem ber heitið Hörfandi jöklar sem unnið er í tengslum við sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.