Tveir verkefnastjórar taka til starfa!
Eva Bjarnadóttir og Eyrún Fríða Árnadóttir hafa verið ráðnar til starfa sem verkefnastjórar hjá Nýheimum þekkingarsetri.
Eyrún er með BA próf í Uppeldis- og menntunarfræði og MA próf í kynjafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við kennslu við Grunnskóla Hornafjarðar og situr í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þá hefur hún mikla reynslu af ýmsum félagastörfum á sviði háskóla og í hagsmunagæslu stúdenta.
Eyrún mun sinna 50% stöðu verkefnastjóra yfir HeimaHöfn verkefninu sem er þróunarverkefni á milli Nýheima Þekkingarseturs og Sveitarfélaginu Hornafjarðar.
Eva er með BA próf í myndlist frá listaskólanum Gerrit Rietveld í Hollandi ásamt því að vera með sveinspróf í kjólasaumi frá Tækniskólanum. Hún hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum á undanförnum árum bæði sjálfstætt starfandi og við Leik-og grunnskólann í Hofgarði en einnig hefur hún staðið fyrir reglulegum menningartengdum viðburðum á Fagurhólsmýri frá 2018.
Eva mun sinna 100% stöðu verkefnastjóra hjá Nýheimum þekkingarsetri. Hún mun vinna að kjarnaverkum setursins á sviði nýsköpunar, menntunar, menningar og rannsókna ásamt því að gegna hlutverki byggðafulltrúa samkvæmt samningi sem þekkingarsetrið hefur gert við Samtök sunnlennskra sveitarfélaga.
Eyrún og Eva hafa þegar hafið störf og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar til starfa!