Í gær, fimmtudag, héldu Nýheimar þekkingarsetur og Vísindafélag Íslendinga málþing um ungt fólk og fjölbreytileika.

Til umfjöllunar voru ýmis málefni sem varða ungt fólk og stöðu þess og var málþingið vel sótt.  

 

Málþingið er haldið í tilefni aldarafmælis Vísindafélagsins og fullveldis Íslands þann 1. desember.

Er þetta annað málþingið í röð sex málþinga um vísindi og samfélagslegar áskoranir sem haldin verða á árinu.

\"\"

 

Til máls tóku í gær eftirfarandi aðilar: 

Hugrún Harpa Reynisdóttir, forstöðumaður Nýheima og Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, formaður Ungmennaráðs Hornafjarðar: „Það virkar að tala við okkur.“ 

Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ: „Ég er bara ekki þessi týpa.“ Skólaval, persónuvirði og tilvistarlegt öryggi meðal framhaldsskólanema. 

Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við HÍ: Ungmenni og nærsamfélagið. 

Hildur Ýr Ómarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og Nejra Mesetovic, ungur Hornfirðingur af erlendum uppruna: Ungt fólk í fjölmenningarsamfélaginu Hornafirði. 

Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus: Staða ungs fólks á Íslandi.

Fundarstjóri var Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga

 

Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og hlökkum til að taka málefnið upp að nýju.

\"\"\"\"\"\"