Uppbyggingarsjóður Suðurlands – opið fyrir umsóknir 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands byggir á Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024. Umsækjendum er því bent á að kynna sér vel úthlutunarreglur sjóðsins, áherslur, markmið og mat á umsóknum sem eru aðgengilegar hérSjóðurinn er samkeppnissjóður sem þýðir að vel mótuð verkefni, skýrar og góðar umsóknir, eru líklegri til að hljóta styrki. 

Starfsmenn setursins sinna ráðgjöf og handleiðslu um sjóðinn í samstarfi við SASS og er öllum velkomið að hafa samband við Kristínu Völu (kristinvala@nyheimar.is) eða Hugrúnu Hörpu (hugrunharpa@nyheimar.is) eða kíkja við í Nýheimum.

Haldinn verður kynningarfundur og vinnustofur í umsóknargerð þann 17. september kl. 14.00-16.00 á Nýtorgi. 

Hvetjum alla til að koma á kynningarfundina og fá aðstoð við umsóknirnar sínar!