Þrjár vikur eru eftir af umsóknarfresti í haustúthlutun Uppbyggingasjóð Suðurlands 2023 og hafa þrír kynningarfundir verið skipulagðir í tilefni þess.
Fyrsti fundurinn verður á vefnum í hádeginu í dag, þriðjudaginn 12. september kl. 12:15 af starfmönnum SASS, hér er hlekkur á fundinn.
Kynningarfundur Uppbyggingarsjóðs Suðurlands | Facebook
Seinni tveir fundirnir verða í persónu, í næstu viku, með nýjum byggðaþróunarfulltrúum í Sveitarfélaginu Hornafirði, þeim Kristínu Völu og Hugrúnu Hörpu frá Nýheimum þekkingarsetri.
- Fimmtudaginn 21. september kl.20 í Hofgarði, Öræfum
Kynningarfundur Uppbyggingasjóður í Öræfum | Facebook - Föstudaginn 22. september kl.12 í Nýheimum, Höfn
Kynningarfundur á Uppbyggingasjóð í Nýheimum | Facebook
Að fundunum loknum munu byggðaþróunarfulltrúar vera til samtals og ráðgjafar fyrir mögulega umsækjendur um sjóðinn, umsóknir, verkefni eða annað sem brennur á fólki.
Boðið verður uppá léttar veitingar.
Hverjum öll til að koma og kynna sér sjóðinn en hann styrkir verkefni á sviði menningar og atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Meira um sjóðinn: https://www.sass.is/uppbyggingarsjodur/
Umsóknarfrestur er til kl.16 þriðjudaginn 3. október.